Strč prst skrz krk

2006-02-11

Sjálfsagt eru einhverjir búnir að sjá þetta. Fékk …

Filed under: Setningar — Jón Lárus @ 23:48

Sjálfsagt eru einhverjir búnir að sjá þetta. Fékk þetta sent í pósti og mér fannst þetta bara svo mikil snilld að ég varð að skella þessu inn:

Bekkjarafmælið
Ósk Ýr gekk rösklega með Brand Ara í afmælið til Egils Daða því hún var
að verða of sein að sækja Leif Arnar og Loft Stein í leikskólann.
Borgar Vörður, pabbi Egils Daða, tók á móti þeim.
Þarna voru Lind Ýr, Líf Vera, Sól Hlíf, Ævar Eiður og Hreinn Bolli.
Erlendur Hreimur kom blaðskellandi innan úr stofunni og vinkonurnar
Vísa Skuld og Dís Ester fast á hæla honum.
Mýra Þoka lét lítið fyrir sér fara úti í horni.
Innan úr herbergi Egils Daða bárust ógurlegir skruðningar – “#%=�$&/(=!z#$!/!=!
Línus Gauti, Barði Vagn og Mist Eik voru greinilega mætt. En hvar var Ríta Lín?
Fyrir utan var Sædís Líf í rauðum fólksvagni.
Hægt og sígandi nálgaðist Jökla Þoka eftir stígnum.
Hún var orðin alltof sein í afmælið.

Ég eldaði í gærkvöldi ostalasagnað, sem Nanna tal…

Filed under: Matur — Jón Lárus @ 22:26

Ég eldaði í gærkvöldi ostalasagnað, sem Nanna talaði um á blogginu sínu í vikunni. Bjó meira að segja pastað til sjálfur. Það er nú ekki oft, sem það gerist. Það er óhætt að mæla með uppskriftinni, hún er stórfín. Prófa kannski næst að setja smá gráðost út í sósuna.

Stóru bandarísku pallbílarnir

Filed under: Ruglið — Jón Lárus @ 01:00

Mér hefur alltaf fundist þessir bílar algerlega út í hött. Þeir henta kannski fyrir byggingaverktaka eða búgarðseigendur í Texas en fyrir venjulegt fólk, ég tala nú ekki um borgarumferð eru þeir alveg glataðir. Síðan eyða þeir eins og meðal farþegaskip. En nú að því sem ég ætlaði að tala um.
Ég sá í fyrradag (stundum er það pirrandi að blogga ekki nema á prímtöludögum) ansi gott atriði þar sem slíkur pallbíl kom við sögu. Ég og Freyja vorum að koma úr sellótíma í Suzuki skólanum í Sóltúni. Þar í kring er verið að byggja á fullu og búið að setja umferðarkeilur út á götu til að vara mann við einhverjum holum í götunni. Við Freyja ætluðum að aka út af bílastæðinu hjá Suzuki skólanum. Þá kemur risastór pallbíll, fram hjá Ármannsheimilinu, inn á Hátúnið og ekur á eina keiluna. Ökumaðurinn tók greinilega ekkert eftir því. Ók bara áfram eins og ekkert hefði í skorist eftir Hátúninu og ýtti keilunni á undan sér. Við Freyja ókum í humátt á eftir og veltum fyrir okkur hvað liði langur tími áður en ökumaðurinn áttaði sig á þessu. Hann virtist hins vegar vera með slökkt á flestum ef ekki öllum skilningarvitum og það síðasta sem við sáum til hans var að hann beygði inn á stæði við blokkina næst Laugaveginum. Talandi um að taka eftir hvað er að gerast í kringum sig!

Stofnaðu ókeypis vef eða blogg á WordPress.com.