Strč prst skrz krk

2006-02-19

Við sáum auglýsingu frá ÓB í gær. Þegar við sáum n…

Filed under: Hm?,Ruglið — Jón Lárus @ 23:25

Við sáum auglýsingu frá ÓB í gær. Þegar við sáum netslóðina (ob.is) þá hugsaði Hildigunnur: Túrtappar? og ég: obese?

Þar kom að því. Ég hef nánast ekkert fylgst með ve…

Filed under: Íþróttir — Jón Lárus @ 22:48

Þar kom að því. Ég hef nánast ekkert fylgst með vetrarólympíuleikunum fram að þessu. Bætti úr því í dag. horfði á skíðaboðgöngu kvenna og karla. Lá bara í leti og lét efnið fljóta yfir mig. Það er náttúrlega nett bilun að horfa á tvær svona keppnir í röð.

Grunnskólar Reykjavíkur voru með sýningu í Ráðhúsi…

Filed under: Ýmislegt,Skóli — Jón Lárus @ 01:56

Grunnskólar Reykjavíkur voru með sýningu í Ráðhúsinu í gær. Freyja tók þátt í atriði Austurbæjarskóla. Gekk bara vel. Fjölmenningarlegt söngatriði à la Austurbæjarskóli.

Á leiðinni heim þá sáum við starahóp á flugi. Fuglarnir greinilega að hópa sig fyrir kvöldið. Svo sáum við hópinn setjast niður. Lendingarstaðurinn var alveg þokkalega stórt hús á Skólavörðustígnum. Sjónvarpsloftnetið á húsinu var þéttsetið. Þeir fuglar sem komust ekki fyrir á því settust á mæninn á húsinu. Þeir fuglar sem náðu ekki sæti þar urðu að gera sér að góðu að hanga utan á þakinu. Stundum er vont að ganga ekki með myndavél á sér að staðaldri.

Bloggaðu hjá WordPress.com.