Strč prst skrz krk

2006-02-23

Við Hildigunnur fórum á War of the Worlds tónleika…

Filed under: Tónlist — Jón Lárus @ 23:22

Við Hildigunnur fórum á War of the Worlds tónleikana með Sinfó í kvöld. Þetta voru í einu orði sagt frábærir tónleikar. Jóhann var ágætis lesari (auðvitað enginn Burton samt). Söngvararnir allir góðir. Síðan er þessi músík bara svo mikil snilld. Og alveg ótrúlegt hvað gaurarnir á hljómborðunum náðu hljóðunum af upprunalegu útgáfunni. Eina sem pirraði okkur var þegar Friðrik Ómar þurfti endilega að dilla sér undir tónlistinni á meðan dramatískum lestri stóð. Frekar hallærislegt. Textarnir, bæði lesnir og sungnir, höfðu allir verið þýddir og það snilldarvel. Af hverjum kom reyndar ekki fram í prógramminu en við fréttum eftir tónleikana að Gísli Rúnar hefði séð um þá hlið mála.

James Bond kann ekki að keyra

Filed under: Ruglið — Jón Lárus @ 23:13

Ég sá einhvers staðar frétt um að nýi James Bond leikarinn (hvað sem hann heitir nú aftur) hefði komið á óvart í tökum um daginn. Þá átti hann að keyra flotta Aston Martin bílinn úr fyrstu Bond myndinni. Þegar til átti að taka sagðist hann ekki geta keyrt bílinn, því hann væri bara með bílpróf á sjálfskiptan bíl!
Úr þessu gætu komið vandræðalegar flóttasenur…

Stofnaðu ókeypis vef eða blogg á WordPress.com.