Strč prst skrz krk

2006-03-3

Las það einhvers staðar í dag – gott ef það var ek…

Filed under: Matur,Undrun — Jón Lárus @ 21:37

Las það einhvers staðar í dag – gott ef það var ekki á mublinu – að maður Nigellu Lawson (einhver drulluríkur auglýsingamógúll) þyldi ekki matreiðsluna hennar. Tekið var dæmi um einhvern rækjurétt, sem maðurinn hafði borðað fyrir kurteisissakir en lýst því síðan yfir eftir á að hann væri hræðilegur. Breti hvað? Kannski vill hann heldur hjarðsveinaböku.

Bjössi yngri bróðir minn er þrítugur í dag (hann e…

Filed under: Afmæli — Jón Lárus @ 21:32

Bjössi yngri bróðir minn er þrítugur í dag (hann er að læra úti í Danmörku og þess vegna erum við ekki í afmæli). Til hamingju með afmælið Bjössi.

Finnur var í kóngulóarmannsbúningi á öskudaginn. Þ…

Filed under: Fjölskyldan,Skemmtanir — Jón Lárus @ 00:27

Finnur var í kóngulóarmannsbúningi á öskudaginn. Þegar ég kom að sækja hann þá voru 3 kóngulóarmenn hoppandi á trampólíninu í stóra sal og ekki nokkur leið að vita hver var hvað. Í dag sýndi Kalli á deildinni hans Finns mynd frá öskudeginum. Þá höfðu 8 guttar mætt í slíkum búningum (þó ekki nema 3 á Finns deild).

Stofnaðu ókeypis vef eða blogg á WordPress.com.