Var að enda við að lesa bakþanka í Fréttablaðinu. Guðmundur Steingrímsson fór á kostum. Pistillinn heitir Skuldafen og endar á eftirfarandi orðum:
„Það er reyndar huggun í þeirri allra svörtustu framtíðarsýn að gárungar segja að fuglaflensan muni að öllum líkindum einungis herja á monthana, vindhana, hermikrákur, furðufugla, spéfugla og grallaraspóa. Gæsa og steggjapartí gætu líka orðið mjög illa úti.“
Ég hef reyndar smá áhyggjur af þessu með furðufuglana…
2006-03-11
Var að enda við að lesa bakþanka í Fréttablaðinu. …
Við vorum í fertugsafmæli hjá frænku hennar Hildig…
Við vorum í fertugsafmæli hjá frænku hennar Hildigunnar áðan. Allri fjölskyldunni boðið. Eftir forrétt og aðalrétt (sem nóta bene voru þvílíkt vel útilátnir) fékk Finnur það verkefni að rétta afmælisbarninu gjafir til opnunar. Hann var búinn að rétta 2 gjafir og svo var komið að 3. gjöfinni, sem var líkjörsflaska í glærum sellófanpappír. Um leið og Finnur rétti Hildu pakkann þá sagði hann: Þetta er ógeðslega auðvelt að vita!
Sveiflurnar í íslensku veðurfari. Þegar ég kom úr …
Sveiflurnar í íslensku veðurfari. Þegar ég kom úr vinnunni í dag þá var vorveður. 6 stiga hiti og nánast logn. Þ.a. við ákváðum að grilla. Þegar ég var rétt búinn að kveikja á grillinu byrjaði að rigna og kólna. Núna horfi ég út um gluggann á hundslappadrífu og birkitréð úti í garði orðið eins og á jólakorti.