Strč prst skrz krk

2006-03-17

Ég er ekki viss um að ég vilji fara í lyfjaprófuna…

Filed under: Hneykslun — Jón Lárus @ 23:56

Ég er ekki viss um að ég vilji fara í lyfjaprófunarhóp um þessar mundir. Síðastliðna 2 daga hafa 2 lyfjaprófunarhneyksli verið í fréttum. Eitt í Bretlandi og annað í Japan (eftir því sem ég best veit var um mismunandi lyf að ræða). Í Japan var meira að segja verið að prófa lyf, sem hefur verið á markaði. Bara önnur notkun á lyfinu. Í Bretlandi urðu 2 af 6 sem fengu lyfið mjög alvarlega veikir. Í Japan held ég að 11 hafi látist. Maður veltir fyrir sér hvaða reglur gilda um svona lyfjaprófanir. Ekki svo að skilja. Lyfið Vioxx var sett á markað og komst í gegnum allar síur. Var meir að segja söluhæsta lyf í sínum flokki hér á landi áður en kom í ljós að það var ekki allt þar sem það var séð. Í Bandaríkjunum létust að minnsta kosti nokkrar þúsundir manna, líklega tugir þúsunda (ég hef séð töluna 40.000) áður en það var tekið af markaði. Miðað við höfðatölu gæti þetta hafa þýtt 5-40 dauðsföll hér á landi.

Eru allir stafir hvorugkyns?

Filed under: Íslenska — Jón Lárus @ 00:15

Eru allir stafir hvorugkyns?

Nú er ég sáttur. č-ið í strč er orðið eðlilegt. Og…

Filed under: Blogg — Jón Lárus @ 00:08

Nú er ég sáttur. č-ið í strč er orðið eðlilegt. Og það án þess að ég gerði nokkurn skapaðan hlut. Þegar ég setti það fyrst inn var það eins og það er núna. Síðan breyttist það, varð mjótt og aumingjalegt en nú er það orðið eins og það á að sér að vera. Vona að það haldist svona áfram.

Bloggaðu hjá WordPress.com.