Strč prst skrz krk

2006-04-3

Kominn með nýjan yfirmann. Gamli yfirmaðurinn var …

Filed under: Vinnan — Jón Lárus @ 23:43

Kominn með nýjan yfirmann. Gamli yfirmaðurinn var hækkaður í tign í haust og gerður að framkvæmdastjóra. Nú er loksins búið að finna arftaka hans og var fyrsti dagurinn hjá honum í dag. Mér leist bara ágætlega á hann við fyrstu kynni. Verður spennandi að sjá hvernig þetta kemur út.

Tók eftir einu á mublinu í dag: Auðlesinn mbl.is. …

Filed under: Hm? — Jón Lárus @ 23:40

Tók eftir einu á mublinu í dag: Auðlesinn mbl.is. Ætli þar sé þá minna af öllum þessum erfiðu orðum?

Fermingarstúss

Filed under: Hm? — Jón Lárus @ 23:38

Er ekki enn alveg búinn að ákveða hvort við eigum að leigja gulan eða svartan limmó fyrir ferminguna 😉

Aðalfundur

Filed under: Ýmislegt — Jón Lárus @ 23:09

Fór á aðalfund Lífeyrissjóðs verkfræðinga áðan. Mætingin var nú frekar slöpp. Af 1500-2000 manns, sem greiða í sjóðinn voru eitthvað um 50 mættir á fundinn. Skil ekki alveg af hverju fólk druslaðist ekki til að mæta, því þarna var verið að kjósa um mikilvægar breytingar á samþykktum sjóðsins.
Þar fyrir utan var þrennt, sem vakti athygli mína. Það fyrsta var að ég var einn af þeim alyngstu á svæðinu. Annað var að þarna voru alveg tvær konur! Miðað við höfðatölu hefði mátt búast við 7-8. Að síðustu þá kom fram á fundinum að fundurinn hefði verið auglýstur með ákveðnum fyrirvara í Mogganum og síðan bréflega með styttri fyrirvara. Skil ekki alveg af hverju var valið að birta auglýsinguna í blaði með jafn litla útbreiðslu. Kannski heldur stjórnin að allir lesi Moggann ennþá.

Stofnaðu ókeypis vef eða blogg á WordPress.com.