Strč prst skrz krk

2006-04-23

Málblóm

Filed under: Íslenska,Formúla 1 — Jón Lárus @ 23:04

Eftirfarandi heyrðist í formúluútsendingu í morgun í sjónvarpi allra landsmanna:
Brautin er ekin í öfugan klukkugang! Líklega var verið að reyna að þýða counterclockwise, með þessum hörmulegu afleiðingum.
Síðan:
Hann ekur hratt, svona tímalega séð!

Ok, ég veit að þetta er bein útsending en þetta er bara ekki nógu gott. Fyrir utan að umsjónarmennirnir missa trekk í trekk af augljósum atriðum. Gerist í hverri einustu keppni. Eitthvað gerist í brautinni og tekur óratíma þar til gaurarnir, sem eiga að segja okkur hvað er að gerast átta sig á því. Tók þá til dæmis um mínútu að taka eftir einu ákveðnu atriði í morgun.

Þetta ætti ekki að vera flókið. Þeir eru tveir og með nettengda tölvu fyrir framan sig. Með því að skipta með sér verkum þ.a. annar fylgist bara með tímunum (ótrúlega mikið, sem hægt er að sjá bara með því) og hinn bara með myndinni þá ættu þeir að ná að dekka þetta.

Þar að auki finnst mér að ætti að leggja þessari Imolabraut (Karþagó lögð í eyði hvað?).

3 athugasemdir »

  1. Algerlega sammála með ímóla. Leggja hana af. Þetta er leiðinlegasta braut keppninnar. Í Mónakó er þó allavega umhverfi sem hægt er að horfa á.

    Athugasemd af Þorbjörn — 2006-04-24 @ 08:26 | Svara

  2. Ömurleg braut. Eftir 1. hring var enginn framúrakstur. Annað hvort þarf að breyta brautinni þ.a. hægt sé að taka fram úr eða leggja henni.

    Athugasemd af StrcPrstSkrzKrk. — 2006-04-25 @ 23:14 | Svara

  3. Heyrði einu sinni þegar verið var að lýsa handbolta:
    Tíminn sem er löngu liðinn er stöðvaður….
    Kristín Björg

    Athugasemd af Anonymous — 2006-05-3 @ 11:12 | Svara


RSS feed for comments on this post. TrackBack URI

Færðu inn athugasemd

Skráðu umbeðnar upplýsingar að neðan eða smelltu á smámynd til að skrá þig inn:

WordPress.com Logo

You are commenting using your WordPress.com account. Log Out /  Breyta )

Facebook photo

You are commenting using your Facebook account. Log Out /  Breyta )

Tengist við %s

Bloggaðu hjá WordPress.com.

%d bloggurum líkar þetta: