Strč prst skrz krk

2006-04-3

Tók eftir einu á mublinu í dag: Auðlesinn mbl.is. …

Filed under: Hm? — Jón Lárus @ 23:40

Tók eftir einu á mublinu í dag: Auðlesinn mbl.is. Ætli þar sé þá minna af öllum þessum erfiðu orðum?

Auglýsingar

Fermingarstúss

Filed under: Hm? — Jón Lárus @ 23:38

Er ekki enn alveg búinn að ákveða hvort við eigum að leigja gulan eða svartan limmó fyrir ferminguna 😉

Aðalfundur

Filed under: Ýmislegt — Jón Lárus @ 23:09

Fór á aðalfund Lífeyrissjóðs verkfræðinga áðan. Mætingin var nú frekar slöpp. Af 1500-2000 manns, sem greiða í sjóðinn voru eitthvað um 50 mættir á fundinn. Skil ekki alveg af hverju fólk druslaðist ekki til að mæta, því þarna var verið að kjósa um mikilvægar breytingar á samþykktum sjóðsins.
Þar fyrir utan var þrennt, sem vakti athygli mína. Það fyrsta var að ég var einn af þeim alyngstu á svæðinu. Annað var að þarna voru alveg tvær konur! Miðað við höfðatölu hefði mátt búast við 7-8. Að síðustu þá kom fram á fundinum að fundurinn hefði verið auglýstur með ákveðnum fyrirvara í Mogganum og síðan bréflega með styttri fyrirvara. Skil ekki alveg af hverju var valið að birta auglýsinguna í blaði með jafn litla útbreiðslu. Kannski heldur stjórnin að allir lesi Moggann ennþá.

2006-04-2

Vaknaði í fyrrinótt til að horfa á Ástralíukappaks…

Filed under: Formúla 1 — Jón Lárus @ 23:48

Vaknaði í fyrrinótt til að horfa á Ástralíukappaksturinn (veit, þetta er rugl, vakna til að horfa á bíla keyra í hringi). Sá samt ekki eftir því. Þetta var ótrúlega skemmtileg keppni og það á braut, sem mér finnst ein af þeim minnst spennandi. Mínir menn eru allir að koma til. Klúður undir lok keppninnar kom þó í veg fyrir mjög góð úrslit. Það að halda með McLaren er svolítið eins og að halda með íslenska handboltalandsliðinu. Alveg sama hvað allt lítur vel út hjá þeim. Alltaf þarf eitthvað að gerast eða koma upp á hjá þeim.

« Undanfarandi síða

Bloggaðu hjá WordPress.com.