Strč prst skrz krk

2006-06-5

Síðar

Filed under: Bjór — Jón Lárus @ 21:53

Nú aðeins um Danmörku:
Varð bæði fyrir vonbrigðum og ánægður með ástandið á bjórmálum í Danmörku. Það sem var ánægjulegt var að á síðustu 3-4 árum hafa sprottið upp smábrugghús út um alla Danmörku. Afleiðingin er sú að úrvalið hefur aukist gífurlega. Í staðinn fyrir að bara fengust grøn og hof, einhverjir discount bjórar eins og Harboe og svo gullbjórar frá Carlsberg og Tuborg þá fást núorðið ótal tegundir. Gallinn er bara sá að verð á bjór í Danmörku er fáránlega hátt. Víðast 40-50 Dkk fyrir bjór í miðbænum. Þetta er bara sama verð og hér hjá okkur. Og Danmörk er í Evrópusambandinu!
Bestu bjórarnir, sem ég smakkaði í Danmörku:
Stout frá Bryghuset Svaneke á Borgundarhólmi, porter á Obelix og hof á Gammel kongevej 90. Þar tekur a.m.k. 10 mínútur að láta renna í eitt glas.
Verstu bjórarnir:
Grøn og grøn. Þann fyrri fékk ég á Hvids vinstue og þann síðari eftir að ég gleymdi að tékka á hvaða bjórar voru í boði á veitingastað, sem við borðuðum á. Þau mistök voru ekki gerð aftur. Að nokkur skuli geta drukkið þetta sull. Vont meira að segja úr krana.
Mestu vonbrigðin:
Að missa af dökka Budweisernum, sem Hildigunnur fékk á Charlie’s. Leitaði að þessum bjór dyrum og dyngjum í Prag en fann ekki. Sérstaklega vegna þess að Time out bókin um Prag sagði eitthvað á þá leið að þetta væri snilldarbjór, bara ef maður fyndi hann. Meira að segja bjórsalinn á Jilská átti hann ekki (a.m.k. ekki þegar ég kom til hans). Hann sneri samt öllu við í leit að honum, hélt hann ætti eitthvað af honum.

Bloggaðu hjá WordPress.com.