Strč prst skrz krk

2006-06-11

Formúlan

Filed under: Formúla 1 — Jón Lárus @ 23:48

Ekkert sérstaklega skemmtileg keppni í morgun. Þó eru batamerki á mínum mönnum. Kimi varð 3. eftir að hafa verið í öðru sæti meirihluta keppninnar. Himinn og haf frá Barcelona þar sem hann varð 5. og átti aldrei möguleika á neinu meira. Bara vonandi að þeir haldi áfram á þessari braut.

Svíagrýlan

Filed under: Íþróttir — Jón Lárus @ 23:01

Sá svona búta úr leiknum við Svía í dag. Skemmtileg tilbreyting að sjá þá fara á taugum og klúðra leiknum á síðasta korterinu. Yfirleitt hefur þetta verið á hinn veginn. Svo er bara að vona að við náum að halda þessu um næstu helgi.

Bloggaðu hjá WordPress.com.