Strč prst skrz krk

2006-06-17

Snilld, snilld, snilld

Filed under: Íþróttir — Jón Lárus @ 21:55

Loksins náðum við að slá Svíþjóð út í alvöruleik. Það hefur víst ekki gerst síðan 1964 og þýðir að Svíar eru ekki með á HM í fyrsta skipti frá upphafi. Kominn tími á það, þótt fyrr hefði verið.
Leikurinn áðan var þvílíkur háspennuleikur. Bæði lið klúðruðu eins og þeim væri borgað fyrir. Mér var nú ekki farið að lítast á blikuna um miðjan síðari hálfleikinn þegar Svíar voru búnir að ná 5 markaforskoti og þeir inni á HM. Okkur tókst þá að snúa leiknum og jafna og halda síðan út. Þegar voru svo 5 mínútur eftir hélt ég að dómararnir ætluðu að gefa Svíunum þetta á silfurbakka þegar við fengum þrjá brottrekstra á fáeinum sekúndum. En sem betur fer tókst strákunum að þrauka þann kafla.
Ótrúlega sætt. Við að fara á HM á kostnað Svía. Þetta jafnar út vonbrigði gegn Svíum mörg ár aftur í tímann.

Færðu inn athugasemd »

Engar athugasemdir ennþá.

RSS feed for comments on this post. TrackBack URI

Færðu inn athugasemd

Skráðu umbeðnar upplýsingar að neðan eða smelltu á smámynd til að skrá þig inn:

WordPress.com Logo

You are commenting using your WordPress.com account. Log Out /  Breyta )

Google photo

You are commenting using your Google account. Log Out /  Breyta )

Twitter picture

You are commenting using your Twitter account. Log Out /  Breyta )

Facebook photo

You are commenting using your Facebook account. Log Out /  Breyta )

Tengist við %s

Stofnaðu ókeypis vef eða blogg á WordPress.com.

%d bloggurum líkar þetta: