Ég fer hvorki á ítölsku né frönskunámskeið á þessari önn. Hins vegar bauðst mér að fara á .Net og C# forritunarnámskeið í boði vinnunnar (Hildigunnur kallar það Cís námskeið). Alvörunámskeið. Tvisvar í viku 3 tímar í senn. Byrjar á mánudaginn og stendur í 3 mánuði. Þetta var tækifæri sem ég gat ekki sleppt.
Veit hvað ég verð að gera í haust.
Þér leiðist þá ekki á meðan… 🙂
Athugasemd af Imba — 2006-09-13 @ 23:47 |
Vá, þetta var snöggt. Var enn að snurfusa færsluna.
En já ég á ekki eftir að hafa tíma til að láta mér leiðast í haust.
Athugasemd af StrcPrstSkrzKrk. — 2006-09-13 @ 23:50 |
Tant pis pour toi!
Athugasemd af Anonymous — 2006-09-14 @ 06:20 |
uss, hann byrjar bara eftir áramót í frönskunni í staðinn!
hver er annars anonymous?
Athugasemd af Hildigunnur — 2006-09-14 @ 08:36 |
Bara mín leið til að ná samkeppnisforskoti… 🙂
Athugasemd af Imba — 2006-09-14 @ 21:55 |
Æ, fyrirgefið, anonyme var ég, Parísardaman Kristín.
Athugasemd af Anonymous — 2006-09-18 @ 05:58 |