Eldaði og bakaði þvílík ósköp í dag. Hildigunnur var í upptökum og ég þurfti því að sjá um matseldina. Vorum með í kvöldmat ítalskan rétt, sem er alveg hrikalega góður. Uppskriftin er hér. Þetta er alls ekki flókinn réttur en það þarf að byrja tímanlega á honum því hann þarf að malla í 2 tíma og svo er smá undirbúningur sem þarf að fara fram áður (kannski svona þrjú korter eða svo). Hann er hins vegar alveg pottþétt fyrirhafnarinnar virði.
Gítarpastanu var svo skolað niður með:
Þar að auki varð ekki komist hjá að baka einn skammt af vatnsdeigsbollum. Ekki séns að krakkarnir slepptu manni við það. Síðan gerði ég jógúrt (reyndar ekki mikið mál).
Á tímabili var ég með bollur í ofninum, jógúrt að kólna og að undirbúa gítarpastað. Svona til að kóróna þetta allt saman skellti ég svo í eina berjaböku.
Það kemur þessu ekkert við að það var konudagurinn í dag.