„húmoristar“ höfðu greinilega tekið sig til og breytt skilti með 30 km hámarkshraða í 80 km í vesturbæ Kópavogs þar sem við áttum leið um áðan. Þeir höfðu greinilega haft svolítið fyrir þessu því breytingin leit mjög eðlilega út.
2007-03-29
Grisjun
Tók svo til í myndasafninu, sem ég læt renna um skjáinn. Ekki glæta að ég gæti grisjað niður fyrir 130. Ekki svo að skilja að það sé neitt stórkostlegt vandamál samt.
5695
myndir er ég búinn að skoða úr myndasafninu okkar og velja af þeim 160 til að hafa sem bakgrunn á tölvunni minni. Á svo eftir að grisja aðeins úr þessum 160. Þarf helst að fækka þeim um helming. Annars er þetta allt of mikill frumskógur.
2007-03-23
Meiri matur
Ekki nóg með að vera matgæðingur vikunnar í Mogganum. Ég skoraði á Hallveigu mágkonu, sem næsta matgæðing. Hún eldaði Moggamatinn í kvöld og bauð okkur í heimsókn. Þetta var náttúrlega mjög flott hjá henni og Jóni, ekki að spyrja að því. Takk fyrir okkur.
Eitt sem var fyndið. Við kipptum með einni hvítvínsflösku (Villa Maria, riesling frá Nýja Sjálandi 2002 árg.), sem við vorum búin að eiga í smá tíma. Kom svo í ljós að með forréttinum var Hallveig með nákvæmlega sama vín bara þremur árum yngra. Þannig að algerlega óvart lentum við í samanburðarvínsmakki.
Maður hefði ekki trúað því að óreyndu að það gæti verið svona mikill munur á árgöngum frá svæðum eins og Nýja Sjálandi þar sem veður eru jafnlynd, en það var ótrúlegur munur á þessum vínum. Gamla vínið, sem við komum með var í fullu fjöri þó það væri fimm ára gamalt og með skrúftappa. Líka gaman að komast að því að skrúftappavín geti geymst lengur en 1-2 ár.
Í dag
ættu allir að skoða Moggann, þar er viðtal við okkur fjölskylduna, matgæðingar vikunnar. Myndir af okkur öllum og blaðamaðurinn hefur greinilega hrifist af Finni.
2007-03-19
Meiri formúla
Ég er enn að slappast í formúluglápinu. Nennti ekki að vakna til að horfa. Var síðan mjög feginn þegar ég horfði á endursýninguna. Eins og langoftast var Ástralíukappaksturinn óspennandi. Mér leiðast þessar brautir þar sem er ekki/mjög erfitt að taka fram úr. Nóg að hafa eina slíka; Mónakó. Annars var ég sáttur við mína menn. Annað og þriðja sæti ekki slæmur árangur, a.m.k. virðist bíllinn skárri heldur en í fyrra.
Annars var fyndið að lesa umfjöllunina í ítölsku og bresku pressunni. Ítalirnir töluðu ekki um annað en Raikkönen en Englendingarnir bara um Hamilton. Sínum augum lítur hver silfrið.
2007-03-17
Útskrift
hjá Finni í fyrstu bók í víólu áðan. Hann stóð sig eins og hetja, spilaði meira að segja betur heldur en talsvert eldri stelpa, sem var líka að útskrifast úr fyrstu bók og spilaði sama lag. Útskriftarlagið í fyrstu bókinni er alveg fáránlega erfitt fyrir þessi litlu grey.
Formúlan
er byrjuð. Eina sportið, sem ég fylgist með. Ég er samt aðeins farinn að slappast í þessu. Horfði ekki á tímatökuna í nótt, lét nægja að fylgjast með endursýningunni. Mjög sjaldan, sem það gerist. Öðruvísi mér áður brá.
Finnur
greinilega farinn að hugsa um matarhollustu. Hann var að borða granatepli með systrum sínum í gærkvöld eða fyrrakvöld. Svo eftir smástund heyrðist: Þetta er hollt en það er ekki vont???
2007-03-13
Mín kæra
og yndislega Hildigunnur á afmæli á morgun. Þetta er það næsta, sem ég kemst afmælisdeginu þar sem ég á ekki bloggdag þá.
Innilega til hamingju með afmælið ástin mín.
2007-03-11
Matgæðingur?
Hann Arnar kunningi okkar og víninnflytjandi með meiru skoraði að minnsta kosti á mig að vera matgæðingur vikunnar í Mogganum næsta föstudag. Ég samþykkti. Nú þarf ég að fara hugsa hvað er hægt að bjóða upp á og hvern ég á að skora á næst. Spennandi verkefni.
Fetaði
í fótspor Hildigunnar og flutti mig um set. Var orðinn svolítið þreyttur á hvað var lítið hægt að gera á Blogger. Alls konar hlutir hérna á WordPress, sem ég gat ekki gert þar. Bara framtaksleysi að vera ekki löngu búinn að þessu.
2007-03-7
Nóg komið
af ferðasögum í bili.
Í gær hjólaði ég í fyrsta skipti á þessu ári í vinnuna. Var kominn svolítið áleiðis þegar ég áttaði mig á því að það var smá hálka sums staðar. Var þá kominn of langt til að snúa við. Hjólaði bara mjög rólega það sem eftir var leiðarinnar. Komst án áfalla á leiðarenda.
Stefnan er svo að halda þessu áfram og reyna að gera eins og í fyrra. Hjóla í vinnuna svona 2-4 sinnum í viku.
Enn
um ferðina.
Barinn á Hótel Kea skoraði mörg stig hjá okkur um helgina. Kíktum þar inn á laugardagskvöldið og af rælni spurðum við hvort þar væri hægt að fá MacAllan viskí. Bjuggumst ekkert frekar við því. Heyrðu, þá áttu þeir til 6 eða 7 mismunandi tegundir af því! Heil hilla á barnum bara undir MacAllan. Þokkalega flott. Við fengum okkur það næstelsta sem var til eða 25 ára. Flauelsmjúkt.
2007-03-5
Akureyri
Stundum kemur það sér vel að ganga með vasahníf. Íbúðin, sem við vorum með var mjög sparlega búin tækjum og tólum (nema glösum). Það var til dæmis enginn upptakari, lélegur tappatogari og enginn beittur hnífur. Swiss army knife reddaði öllu þessu. Er verið að passa upp á að maður drekki ekki frá sér ráð og rænu eða fari sér að voða? 😉
Já og svo þurfum við að muna að skila lyklinum…
Við hjónakornin skruppum í skotferð norður til Aku…
Við hjónakornin skruppum í skotferð norður til Akureyrar eins og sjá má t.d. hér.
Á leiðinni norður þá gerðist það fjórum sinnum að Lexusbílar tóku fram úr okkur. Fyrst nálægt Borgarnesi síðan einhvers staðar á Holtavörðuheiðinni og í þriðja skipti í Vatnsskarðinu. Í sjálfu sér ekki merkilegt nema að í fyrsta og tvö síðastu skiptin var um sama bílinn að ræða. Hann hefur sjálfsagt stoppað einhvers staðar til að næra sig. Við aftur á móti vorum með nesti og stoppuðum mjög stutt.
Í fyrstu tvö skiptin, var Lexusinn horfinn eftir smá stund. Við hugsuðum ekki meira um þetta þangað til við sáum blá blikkandi ljós í Skagafirðinum, rétt áður en var lagt á Öxnadalsheiði. Ég sagði þá við Hildigunni: „Ætli þetta sé ekki Lexusinn, sem er búinn að æða fram úr okkur.“ Og mikið rétt, það var hann. Við gátum ekki gert að því að glotta svolítið að þessu.
Á miðri Öxnadalsheiðinni tók hann svo fram úr okkur í þriðja skipti. En það var samt ekki eins mikið span á honum og í fyrri tvö skipin.