Strč prst skrz krk

2007-03-5

Við hjónakornin skruppum í skotferð norður til Aku…

Filed under: Ferðalög — Jón Lárus @ 22:19

Við hjónakornin skruppum í skotferð norður til Akureyrar eins og sjá má t.d. hér.

Á leiðinni norður þá gerðist það fjórum sinnum að Lexusbílar tóku fram úr okkur. Fyrst nálægt Borgarnesi síðan einhvers staðar á Holtavörðuheiðinni og í þriðja skipti í Vatnsskarðinu. Í sjálfu sér ekki merkilegt nema að í fyrsta og tvö síðastu skiptin var um sama bílinn að ræða. Hann hefur sjálfsagt stoppað einhvers staðar til að næra sig. Við aftur á móti vorum með nesti og stoppuðum mjög stutt.

Í fyrstu tvö skiptin, var Lexusinn horfinn eftir smá stund. Við hugsuðum ekki meira um þetta þangað til við sáum blá blikkandi ljós í Skagafirðinum, rétt áður en var lagt á Öxnadalsheiði. Ég sagði þá við Hildigunni: „Ætli þetta sé ekki Lexusinn, sem er búinn að æða fram úr okkur.“ Og mikið rétt, það var hann. Við gátum ekki gert að því að glotta svolítið að þessu.

Á miðri Öxnadalsheiðinni tók hann svo fram úr okkur í þriðja skipti. En það var samt ekki eins mikið span á honum og í fyrri tvö skipin.

2 athugasemdir »

  1. hvað meinarðu? víst var það merkilegt! Ég held að það hafi enginn annar tekið fram úr okkur en þessir Lexusar.

    Athugasemd af hildigunnur — 2007-03-5 @ 22:52 | Svara

  2. Þú meinar. Einu bílarnir, sem voru nógu kraftmiklir til að skilja kaggann okkar eftir…

    Athugasemd af StrcPrstSkrzKrk. — 2007-03-5 @ 23:04 | Svara


RSS feed for comments on this post. TrackBack URI

Færðu inn athugasemd

Skráðu umbeðnar upplýsingar að neðan eða smelltu á smámynd til að skrá þig inn:

WordPress.com Logo

You are commenting using your WordPress.com account. Log Out /  Breyta )

Twitter picture

You are commenting using your Twitter account. Log Out /  Breyta )

Facebook photo

You are commenting using your Facebook account. Log Out /  Breyta )

Tengist við %s

Bloggaðu hjá WordPress.com.

%d bloggurum líkar þetta: