af ferðasögum í bili.
Í gær hjólaði ég í fyrsta skipti á þessu ári í vinnuna. Var kominn svolítið áleiðis þegar ég áttaði mig á því að það var smá hálka sums staðar. Var þá kominn of langt til að snúa við. Hjólaði bara mjög rólega það sem eftir var leiðarinnar. Komst án áfalla á leiðarenda.
Stefnan er svo að halda þessu áfram og reyna að gera eins og í fyrra. Hjóla í vinnuna svona 2-4 sinnum í viku.