Hann Arnar kunningi okkar og víninnflytjandi með meiru skoraði að minnsta kosti á mig að vera matgæðingur vikunnar í Mogganum næsta föstudag. Ég samþykkti. Nú þarf ég að fara hugsa hvað er hægt að bjóða upp á og hvern ég á að skora á næst. Spennandi verkefni.
2007-03-11
Fetaði
í fótspor Hildigunnar og flutti mig um set. Var orðinn svolítið þreyttur á hvað var lítið hægt að gera á Blogger. Alls konar hlutir hérna á WordPress, sem ég gat ekki gert þar. Bara framtaksleysi að vera ekki löngu búinn að þessu.