Þetta hérna er með því betra sem ég hef séð lengi!
Fleiri góð hér
Ég er enn að slappast í formúluglápinu. Nennti ekki að vakna til að horfa. Var síðan mjög feginn þegar ég horfði á endursýninguna. Eins og langoftast var Ástralíukappaksturinn óspennandi. Mér leiðast þessar brautir þar sem er ekki/mjög erfitt að taka fram úr. Nóg að hafa eina slíka; Mónakó. Annars var ég sáttur við mína menn. Annað og þriðja sæti ekki slæmur árangur, a.m.k. virðist bíllinn skárri heldur en í fyrra.
Annars var fyndið að lesa umfjöllunina í ítölsku og bresku pressunni. Ítalirnir töluðu ekki um annað en Raikkönen en Englendingarnir bara um Hamilton. Sínum augum lítur hver silfrið.