Strč prst skrz krk

2007-03-23

Meiri matur

Filed under: Matur — Jón Lárus @ 23:51

Ekki nóg með að vera matgæðingur vikunnar í Mogganum. Ég skoraði á Hallveigu mágkonu, sem næsta matgæðing. Hún eldaði Moggamatinn í kvöld og bauð okkur í heimsókn. Þetta var náttúrlega mjög flott hjá henni og Jóni, ekki að spyrja að því. Takk fyrir okkur.

Eitt sem var fyndið. Við kipptum með einni hvítvínsflösku (Villa Maria, riesling frá Nýja Sjálandi 2002 árg.), sem við vorum búin að eiga í smá tíma.  Kom svo í ljós að með forréttinum var Hallveig með nákvæmlega sama vín bara þremur árum yngra.  Þannig að algerlega óvart lentum við í samanburðarvínsmakki.

Maður hefði ekki trúað því að óreyndu að það gæti verið svona mikill munur á árgöngum frá svæðum eins og Nýja Sjálandi þar sem veður eru jafnlynd, en það var ótrúlegur munur á þessum vínum.  Gamla vínið, sem við komum með var í fullu fjöri þó það væri fimm ára gamalt og með skrúftappa.   Líka gaman að komast að því að skrúftappavín geti geymst lengur en 1-2 ár.

Í dag

Filed under: Fjölskyldan,Matur — Jón Lárus @ 10:14

ég og börnin að elda ég og Hildigunnur
ættu allir að skoða Moggann, þar er viðtal við okkur fjölskylduna, matgæðingar vikunnar. Myndir af okkur öllum og blaðamaðurinn hefur greinilega hrifist af Finni.

Bloggaðu hjá WordPress.com.