Ekki nóg með að við værum með vínsmökkun á föstudaginn. Heldur vorum við líka með matarklúbb í gær.
Í forrétt vorum við með snittubrauð (örlítið steikt til að fá ristaða áferð) með parmaskinku, manchego osti og klettasalati. Aðalrétturinn var síðan úr smiðju Nigellu, kóksvín (pepsígrís) með maísbaunum og sætumkartöflum með sýrðum rjóma og hvítlauksrjómaosti. Að lokum vorum við með heimagerðan ís, með karamellusósu, líka frá Nigellu. Læt uppskriftina fylgja með hér að neðan.
1 bolli púðursykur
slatti af smjöri
2 msk. síróp
150 ml rjómi
Púðursykur, smjör og síróp látið bráðna saman í potti og malla smástund. Rjóma hellt saman við og látið malla smástund í viðbót. Himneskt.
Þetta var ekki síður skemmtilegt kvöld heldur en vínsmakkið.