Strč prst skrz krk

2007-05-31

Fífa

Filed under: Afmæli,Fjölskyldan — Jón Lárus @ 23:43

verður 15 ára á morgun. Innilega til hamingju Fífa mín.

Þessi

Filed under: Graffiti — Jón Lárus @ 22:39

Veggskreyting

veggskreyting prýðir nú gaflinn á húsi rétt hjá okkur. Talsvert flottara en krotið, sem var þar áður. Bara vonandi að þetta fái að vera í friði.

Reyklaus dagur

Filed under: Ýmislegt,Undrun — Jón Lárus @ 22:14

á börum og veitingastöðum nálgast. Ég varð var við það núna rétt áðan þegar ég kom heim úr vinnunni. Ók Njálsgötuna, ekkert stæði. Bjarnarstíginn, ekkert stæði. Skólavörðustíg, Njálsgötu, Frakkastíg, Grettisgötu og Njálsgötu aftur, ekkert stæði. Reyndi í örvæntingu Frakkastíg, Skólavörðustíg og Kárastíg. Sama sagan. Endaði upp við Hallgrímskirkju í tæplega korters fjarlægð heim.

Sagði við Hildigunni þegar ég kom heim að það væri eitthvað að gerast í bænum. Hvergi stæði að fá í nágrenninu. Hún fattaði það: „Það hlýtur að vera síðasti reykdagurinn á pöbbunum!“

Ástandið var samt ekki eins slæmt og það er yfirleitt á menningarnótt eða á Þorláksmessu, þegar er ekki einu sinni hægt að leggja ólöglega. Það var nú ekki þannig núna.

Held að Freyja

Filed under: Fjölskyldan — Jón Lárus @ 12:37

sé efni í stjórnmálamann.  Að minnsta kosti ef marka má það sem hún sagði í morgun.  Þegar ég kom upp, frekar seint, var Fífa var ekki komin upp.  Þannig að ég spurði Freyju hvort Fífa væri ekki vöknuð.  Hún svaraði: „En hún á ekki að mæta fyrr en klukkan 9″.

Var

Filed under: Ýmislegt — Jón Lárus @ 00:13

næstum búinn að aka yfir þennan bloggara í gær þegar hann gekk yfir á rauðu ljósi á gatnamótum Hverfisgötu og Klapparstígs. Ef það var þá ekki bróðir hans.

2007-05-29

Ein

Filed under: Formúla 1 — Jón Lárus @ 23:37

leiðinlegasta keppni ársins í formúlunni, Mónakó, að baki nú um helgina. Gerðist bókstaflega ekki neitt. Önnur keppnin í röð, sem ekkert gerist (eins gott að Imola er ekki með núna annars hefðu það verið 3 keppnir í röð). Eina sem var gott voru úrslitin. Þau voru mjög fín.

Venjulega getur maður búist við því að allt að helmingur keppenda heltist úr lestinni. Ekki núna. Duttu bara 3 eða 4 út. Þyrfti helst að vökva brautina ef það er þurrkur til að fá einhverja spennu í þetta.

Nú fara hins vegar að koma skemmtilegri brautir þannig að vonandi hleypur meiri spenna í þetta.

Finnur

Filed under: Fjölskyldan,Hjólreiðar — Jón Lárus @ 21:50

er búinn að vera að læra að hjóla um helgina. Við byrjuðum reyndar um páskana. Fórum þá held ég tvisvar eða þrisvar út með hann. Það gekk nú frekar brösuglega hjá honum. Við tókum svo aftur upp þráðinn nú um helgina. Þá gekk miklu betur hjá honum. Hann er nú farinn að geta hjólað talsverðan spotta sjálfur en á enn í smá erfiðleikum með að komast af stað hjálparlaust og svo er jafnvægið ekki upp á marga fiska ennþá. Þetta ætti nú samt að vera fljótt að koma hjá honum úr þessu. Sérstaklega vegna þess að besti vinur hans hjólar nú þegar út um allar trissur og Finnur er mjög spenntur fyrir þessu.

Hasar

Filed under: Ýmislegt — Jón Lárus @ 00:08

á Njálsgötunni í gær. Kviknaði í bíl rétt hjá okkur. Við vorum að koma úr hjólatúr og þá var allt morandi í lögregluþjónum og -bílum. Var samt búið að slökkva eldinn þegar við komum að. Leit samt ekki út fyrir að hafa brunnið illa.

2007-05-23

Milan

Filed under: Boltinn — Jón Lárus @ 23:12

Evrópumeistarar. Áttu það alveg inni eftir að hafa klúðrað titlinum fyrir tveimur árum, einmitt á móti Liverpool.

Fyrir rúmu hálfu ári

Filed under: Ruglið,Undrun — Jón Lárus @ 22:48

þá bölsótaðist ég yfir þessu. Núna fyrir nokkrum dögum komst ég að því að það er ekki nóg með að þessi umferðarljós séu til óþæginda heldur eru þau líka stórhættuleg.

Ég var á leiðinni heim úr vinnunni (á leið í vesturátt eftir Sæbrautinni) og kom að fyrri ljósunum. Við Klettagarða held ég að það heiti. Það var rautt þannig að ég stoppaði og var fremstur á ljósunum. Síðan kviknar grænt á næstu ljósum, þá hélt bílstjórinn við hliðina á mér að það væri komið grænt á okkur og rauk yfir. Sem betur fer var enginn að beygja þannig að ekki varð árekstur en það hefði auðveldlega getað gerst.

Vinur minn, sem vann nokkur ár á umferðardeild Reykjavíkurborgar sagði mér síðar að það væri bannað víða erlendis að setja upp umferðarljós með svona stuttu millibili, einmitt út af hættunni á að fólk álíti að ljósið fjær eigi við það.

Loksins

Filed under: Hjólreiðar,Vinnan — Jón Lárus @ 18:37

Tók eftir því í gær þegar ég ók Sæbrautina að búið var að malbika þann bút af hjólastígnum sem eftir var meðfram nýja hluta hennar. Það var nú ekki seinna vænna. Framkvæmdum við akbrautina lokið fyrir mörgum mánuðum en eins og venjulega eru hjóla og gönguleiðir látnar sitja á hakanum.

Ég er búinn að hlakka til þess að þetta væri klárað í marga mánuði og hjólaði þess vegna meðfram Sæbrautinni í vinnuna í morgun. Algjör snilld. Held ég sé 2-3 mínútum fljótari en að fara gömlu leiðina, jafnvel þó þessi sé 3-400 m lengri. Munar um það hvað eru fá ljós á leiðinni. Eini gallinn er að maður er berskjaldaður fyrir vindi eins og ég fékk að reyna á heimleiðinni.

Slóvenía

Filed under: Brandarar,Ferðalög,Fjölskyldan — Jón Lárus @ 00:23

Fífa er að fara til Slóveníu í júni með kórnum sínum. Í kvöld var fundur um ferðatilhögun og fleira þess háttar. Þarna komu alls konar fyrirspurnir. Meðal annars var einhver sem spurði hvenær sólin kæmi upp í Slóveníu á þessum árstíma. Jónsi kórstjóri svaraði að það væri líklega milli klukkan 5 og 6. Þá heyrðist í einum kórfélaganum: Um morguninn?

2007-05-19

Í tilefni

Filed under: Matur,Vín — Jón Lárus @ 21:38

af því að það á að frumflytja barnakóraverk eftir Hildigunni á morgun þá tókum við forskot á sæluna. Við áttum andabringur í frystinum og ákváðum að nota þær. Hildigunnur átti síðan stórleik í sósugerðinni. Nánari lýsing á kræsingunum er hér. Þessu var svo skolað með algjöru snilldar rauðvíni, Barbera d’Asti Superiore Bionzo 2003 frá La Spinetta. Ofboðslega ljúft og mjúkt vín. Smellpassaði með öndinni. Segi nú bara eins og var alltaf sagt í Andrésblöðunum í gamla daga: Slúrp!

Við féllum

Filed under: Fjölskyldan,Garðurinn — Jón Lárus @ 17:10

alveg kylliflöt fyrir útiarninum, sem Hallveig og Jón Heiðar fengu sér um daginn. Snarhættum við að kaupa svepp og fengum okkur í staðinn lítinn útiarinn. Ekki spillti fyrir að hann var á 40% afslætti þ.a. við fengum hann á undir 10.000 kall.

Sendi síðan Freyju út til að taka mynd af herlegheitunum.

útiarininn

Fyrsti

Filed under: Dægradvöl,Garðurinn,Veðrið — Jón Lárus @ 00:20

dagurinn á pallinum áðan. Alltaf jafn gaman þegar veðrið fer fram úr spánum. Ég var nákvæmlega búinn að olíubera garðhúsgögnin þannig að þetta passaði fullkomlega. Var meira að segja ekki búinn að henda út garðborðinu fyrr en ég kom heim úr vinnunni.

2007-05-17

Gaurinn

Filed under: Stjórnmál — Jón Lárus @ 23:35

á götóttu sokkunum (sjá hér) loks búinn að gefast upp. Sjá hér. Þetta gat náttúrlega ekki gengið endalaust hjá honum. Allir búnir að lýsa vantrausti á hann nema BNA menn.

Núna

Filed under: Þættir,Dægradvöl — Jón Lárus @ 22:30

ætlum við að fara að horfa á Heroes. 2 þættir sem við erum ekki búin að horfa á. Það verður að minnsta kosti horft á annan og ég verð hissa ef við stöndumst freistinguna að horfa á hinn líka.

Snúruflækja

Filed under: Græjur — Jón Lárus @ 20:43

Við Hildigunnur vorum búin að fá nóg af snúruflækjunum undir tölvunni og á bak við sjónvarpið. Skruppum þess vegna út í Elkó í dag og keyptum tvö stór fjöltengi. Svo var ráðist á snúruflækjuna. Gleymdum að taka „fyrir“ mynd undir tölvunni en hér sést hvernig snúrusúpan leit út eftir átakið.  Gátum fækkað um tvö fjöltengi og einn aflgjafa.

hér

Við klikkuðum hins vegar ekki á þessu í sjónvarpsherberginu:  Svona var ástandið áður en við réðumst til atlögu.  Þvílíkt spaghettí!  Enda hafði tækjum verið hrúgað inn í langan tíma án þess að gera nokkuð í snúruhrúgunni.
Svona

Eftir að var búið að greiða úr flækjunni var útlitið hins vegar orðið svona:
Svona

Þvílíkur munur.

Jei!

Filed under: Stjórnmál — Jón Lárus @ 14:48

Var rétt í þessu að sjá að stjórnin heldur ekki áfram. Það var kominn tími á það!

Nýjar antikvörur

Filed under: Ruglið — Jón Lárus @ 14:42

Það var reyndar ekki nákvæmlega það sem var auglýst í glugganum á antikbúðinni, sem ég ók framhjá áðan. En það var nýjar vörur eða eitthvað í þá áttina. Mér fannst bara dálítið erfitt að tengja nýtt og antik í huganum.

Eftirfarandi síða »

Stofnaðu ókeypis vef eða blogg á WordPress.com.