Strč prst skrz krk

2007-05-2

1. bekkingar

Filed under: Fjölskyldan,Vinnan — Jón Lárus @ 23:02

fengu gefins reiðhjólahjálma í dag. Það er ekki nema gott eitt um það að segja, nema að hjálmurinn er kyrfilega merktur Eimskipum. Það er ekki glæta að Finnur fái að fara út að hjóla með Eimskipaauglýsingu á hausnum.

Eins gott

Filed under: Fjölskyldan,Vinnan — Jón Lárus @ 22:45

að það eru ekki allir dagar eins og dagurinn í dag.

Mættur í vinnuna um hálf níu. Þetta var svona að mestu leyti venjulegur dagur í vinnunni (miðað við það að við erum að taka í notkun nýtt flutningakerfi) til klukkan hálf tvö. Þá þurfti ég að sækja bæði Freyju og Finn og fara með þau til hne læknis. Allt í góðu lagi með eyrun á báðum börnunum, sem betur fer.

Kippti þeim báðum með í vinnuna eftir það og leyfði þeim að vera í krakkaherberginu. Síðan var hóptími hjá Finni kl. hálf fimm í tæpan klukkutíma. Vorum komin heim rétt fyrir sex. Þá þurfti að taka til mat. Eins gott að það voru til afgangar frá afmælinu.

Þurfti svo að sækja Hildigunni út í Hafnarfjörð kl. hálf átta. Hún skutlaði mér svo aftur í vinnuna. Rétt fyrir tíu var ég alveg hættur að geta hugsað nokkuð af viti og náði strætó heim.

Afmæli

Filed under: Afmæli,Fjölskyldan — Jón Lárus @ 00:15

Afmæli „litla“ gutta gekk bara nokkuð vel. Ég var að minnsta kosti búinn að búa mig undir miklu meiri læti og hamagang heldur en raun varð á.

Skemmtilegt að fylgjast með og hlusta á þessa litlu gaura. Þeir voru meðal annars mjög hrifnir af afmælisdúknum og diskunum (Pirates of the Caribbean þema). „Kúl diskar Finnur.“ og „Flottur dúkur Finnur.“ Heyrðist meðal annars. Þeir voru líka hrifnir af hvernig Hildigunnur kveikti á kertum. Við notum créme brulée brennara til þess. Þá heyrðist „Kúúúúl“ frá nokkrum af guttunum.

Bloggaðu hjá WordPress.com.