Strč prst skrz krk

2007-05-2

Eins gott

Filed under: Fjölskyldan,Vinnan — Jón Lárus @ 22:45

að það eru ekki allir dagar eins og dagurinn í dag.

Mættur í vinnuna um hálf níu. Þetta var svona að mestu leyti venjulegur dagur í vinnunni (miðað við það að við erum að taka í notkun nýtt flutningakerfi) til klukkan hálf tvö. Þá þurfti ég að sækja bæði Freyju og Finn og fara með þau til hne læknis. Allt í góðu lagi með eyrun á báðum börnunum, sem betur fer.

Kippti þeim báðum með í vinnuna eftir það og leyfði þeim að vera í krakkaherberginu. Síðan var hóptími hjá Finni kl. hálf fimm í tæpan klukkutíma. Vorum komin heim rétt fyrir sex. Þá þurfti að taka til mat. Eins gott að það voru til afgangar frá afmælinu.

Þurfti svo að sækja Hildigunni út í Hafnarfjörð kl. hálf átta. Hún skutlaði mér svo aftur í vinnuna. Rétt fyrir tíu var ég alveg hættur að geta hugsað nokkuð af viti og náði strætó heim.

Færðu inn athugasemd »

Engar athugasemdir ennþá.

RSS feed for comments on this post. TrackBack URI

Færðu inn athugasemd

Skráðu umbeðnar upplýsingar að neðan eða smelltu á smámynd til að skrá þig inn:

WordPress.com Logo

You are commenting using your WordPress.com account. Log Out /  Breyta )

Google photo

You are commenting using your Google account. Log Out /  Breyta )

Twitter picture

You are commenting using your Twitter account. Log Out /  Breyta )

Facebook photo

You are commenting using your Facebook account. Log Out /  Breyta )

Tengist við %s

Stofnaðu ókeypis vef eða blogg á WordPress.com.

%d bloggurum líkar þetta: