Fékk borgaða barnapeninga núna fyrir mánaðamót. Líklega í síðasta skipti, þar sem Finnur varð 7 ára núna 30. apríl. Það var svo líklega í gær þegar ég kíkti í einkabankann að ég sá að þeim peningum hafði verið kippt út aftur. Leiðréttingarfærsla. Það var bara of seint ég var búinn að eyða þeim.
Nokkrum mínútum síðar…
Kíkti ég aftur inn í einkabankann. Kom í ljós að barnapeningarnir höfðu verið lagðir inn tvisvar. Eins gott að ég sá það ekki þá. Hefði eytt þeim líka.