Strč prst skrz krk

2007-05-13

Andechs

Filed under: Bjór,Fjölskyldan — Jón Lárus @ 22:32

Finnbogi, kór og hljómsveitarfélagi Hildigunnar kom færandi hendi fyrir nokkrum dögum. Hann hafði verið á ferðalagi í suður Þýskalandi. Hann hafði pata af því að uppáhaldsbjór okkar beggja, Andechs doppelbock dunkel, væri frá þessu svæði og varð sér úti um tvær flöskur fyrir okkur.

Við höfum ekki smakkað þennan bjór í næstum 10 ár. Þannig að við gott tækifæri einhvern tímann á næstunni verður bragðað á Andechs. Það verður nú eiginlega að nota tækifærið og smakka hann í samhengi við aðra toppbjóra, sem við höfum kynnst nýverið. Orval eða Chimay til dæmis.

Gleymi því seint þegar við smökkuðum þennan bjór í fyrsta skipti. Við vorum í heimsókn hjá Mörtu, frænku Hildigunnar, sem þá var við nám í München. Við komum þangað frá París og ég hafði tekið með nokkra Pelforth brune, sem er fínn bjór. Við gáfum henni að smakka á Pelforth og hún sagði eitthvað á þá leið: Já, þetta er fínn bjór en þið verðið að smakka Andechs. Daginn eftir fórum við á drykkjarmarkað og keyptum þennan bjór. Maður féll svo næstum því í trans þegar bragðað var á honum. Alltaf jafn gaman þegar maður rekst á eitthvað nýtt, sem er svona gott.

Og

Filed under: Stjórnmál — Jón Lárus @ 03:27

vá hvað þessar kosningar eru spennandi. Stjórnin ýmist lafir eða fellur. Vonandi nær hún ekki að lafa. Við erum límd við skjáinn þangað til þetta fer að skýrast.

Held

Filed under: Brandarar,Fjölskyldan — Jón Lárus @ 03:24

það sé nokkuð ljóst hvaðan Fífa hefur orðheppnina. Að minnsta kosti hitti Hildigunnur þvílíkt naglann á höfuðið áðan.

Við vorum að fara í Eurovision/kosningapartí áðan. Vorum búin að tína til mat og drykk í kælitösku og poka. Ég var svo eitthvað að fikta við kælitöskuna og gleymdi að loka henni almennilega. Skömmu síðar rakst Hildigunnur á það og sagði: „Jón þú verður að loka töskunni, annars missir hún kúlið…“.

Bloggaðu hjá WordPress.com.