Strč prst skrz krk

2007-05-17

Gaurinn

Filed under: Stjórnmál — Jón Lárus @ 23:35

á götóttu sokkunum (sjá hér) loks búinn að gefast upp. Sjá hér. Þetta gat náttúrlega ekki gengið endalaust hjá honum. Allir búnir að lýsa vantrausti á hann nema BNA menn.

Núna

Filed under: Þættir,Dægradvöl — Jón Lárus @ 22:30

ætlum við að fara að horfa á Heroes. 2 þættir sem við erum ekki búin að horfa á. Það verður að minnsta kosti horft á annan og ég verð hissa ef við stöndumst freistinguna að horfa á hinn líka.

Snúruflækja

Filed under: Græjur — Jón Lárus @ 20:43

Við Hildigunnur vorum búin að fá nóg af snúruflækjunum undir tölvunni og á bak við sjónvarpið. Skruppum þess vegna út í Elkó í dag og keyptum tvö stór fjöltengi. Svo var ráðist á snúruflækjuna. Gleymdum að taka „fyrir“ mynd undir tölvunni en hér sést hvernig snúrusúpan leit út eftir átakið.  Gátum fækkað um tvö fjöltengi og einn aflgjafa.

hér

Við klikkuðum hins vegar ekki á þessu í sjónvarpsherberginu:  Svona var ástandið áður en við réðumst til atlögu.  Þvílíkt spaghettí!  Enda hafði tækjum verið hrúgað inn í langan tíma án þess að gera nokkuð í snúruhrúgunni.
Svona

Eftir að var búið að greiða úr flækjunni var útlitið hins vegar orðið svona:
Svona

Þvílíkur munur.

Jei!

Filed under: Stjórnmál — Jón Lárus @ 14:48

Var rétt í þessu að sjá að stjórnin heldur ekki áfram. Það var kominn tími á það!

Nýjar antikvörur

Filed under: Ruglið — Jón Lárus @ 14:42

Það var reyndar ekki nákvæmlega það sem var auglýst í glugganum á antikbúðinni, sem ég ók framhjá áðan. En það var nýjar vörur eða eitthvað í þá áttina. Mér fannst bara dálítið erfitt að tengja nýtt og antik í huganum.

Freyja

Filed under: Dægradvöl,Ferðalög,Fjölskyldan,Frí — Jón Lárus @ 14:37

klukkaði mig. Best að svara listanum hennar (þó Hildigunnur sé nú reyndar búin að því líka).

1. Já
2. Við förum öll til Ítalíu, nánar tiltekið til Rómar og Le Marche.
3. Við verðum rétt tæpar tvær vikur.
4. Já, þetta er í fjórða skipti, sem ég kem þangað.

Stofnaðu ókeypis vef eða blogg á WordPress.com.