Strč prst skrz krk

2007-05-19

Í tilefni

Filed under: Matur,Vín — Jón Lárus @ 21:38

af því að það á að frumflytja barnakóraverk eftir Hildigunni á morgun þá tókum við forskot á sæluna. Við áttum andabringur í frystinum og ákváðum að nota þær. Hildigunnur átti síðan stórleik í sósugerðinni. Nánari lýsing á kræsingunum er hér. Þessu var svo skolað með algjöru snilldar rauðvíni, Barbera d’Asti Superiore Bionzo 2003 frá La Spinetta. Ofboðslega ljúft og mjúkt vín. Smellpassaði með öndinni. Segi nú bara eins og var alltaf sagt í Andrésblöðunum í gamla daga: Slúrp!

Við féllum

Filed under: Fjölskyldan,Garðurinn — Jón Lárus @ 17:10

alveg kylliflöt fyrir útiarninum, sem Hallveig og Jón Heiðar fengu sér um daginn. Snarhættum við að kaupa svepp og fengum okkur í staðinn lítinn útiarinn. Ekki spillti fyrir að hann var á 40% afslætti þ.a. við fengum hann á undir 10.000 kall.

Sendi síðan Freyju út til að taka mynd af herlegheitunum.

útiarininn

Fyrsti

Filed under: Dægradvöl,Garðurinn,Veðrið — Jón Lárus @ 00:20

dagurinn á pallinum áðan. Alltaf jafn gaman þegar veðrið fer fram úr spánum. Ég var nákvæmlega búinn að olíubera garðhúsgögnin þannig að þetta passaði fullkomlega. Var meira að segja ekki búinn að henda út garðborðinu fyrr en ég kom heim úr vinnunni.

Stofnaðu ókeypis vef eða blogg á WordPress.com.