Strč prst skrz krk

2007-05-23

Milan

Filed under: Boltinn — Jón Lárus @ 23:12

Evrópumeistarar. Áttu það alveg inni eftir að hafa klúðrað titlinum fyrir tveimur árum, einmitt á móti Liverpool.

Fyrir rúmu hálfu ári

Filed under: Ruglið,Undrun — Jón Lárus @ 22:48

þá bölsótaðist ég yfir þessu. Núna fyrir nokkrum dögum komst ég að því að það er ekki nóg með að þessi umferðarljós séu til óþæginda heldur eru þau líka stórhættuleg.

Ég var á leiðinni heim úr vinnunni (á leið í vesturátt eftir Sæbrautinni) og kom að fyrri ljósunum. Við Klettagarða held ég að það heiti. Það var rautt þannig að ég stoppaði og var fremstur á ljósunum. Síðan kviknar grænt á næstu ljósum, þá hélt bílstjórinn við hliðina á mér að það væri komið grænt á okkur og rauk yfir. Sem betur fer var enginn að beygja þannig að ekki varð árekstur en það hefði auðveldlega getað gerst.

Vinur minn, sem vann nokkur ár á umferðardeild Reykjavíkurborgar sagði mér síðar að það væri bannað víða erlendis að setja upp umferðarljós með svona stuttu millibili, einmitt út af hættunni á að fólk álíti að ljósið fjær eigi við það.

Loksins

Filed under: Hjólreiðar,Vinnan — Jón Lárus @ 18:37

Tók eftir því í gær þegar ég ók Sæbrautina að búið var að malbika þann bút af hjólastígnum sem eftir var meðfram nýja hluta hennar. Það var nú ekki seinna vænna. Framkvæmdum við akbrautina lokið fyrir mörgum mánuðum en eins og venjulega eru hjóla og gönguleiðir látnar sitja á hakanum.

Ég er búinn að hlakka til þess að þetta væri klárað í marga mánuði og hjólaði þess vegna meðfram Sæbrautinni í vinnuna í morgun. Algjör snilld. Held ég sé 2-3 mínútum fljótari en að fara gömlu leiðina, jafnvel þó þessi sé 3-400 m lengri. Munar um það hvað eru fá ljós á leiðinni. Eini gallinn er að maður er berskjaldaður fyrir vindi eins og ég fékk að reyna á heimleiðinni.

Slóvenía

Filed under: Brandarar,Ferðalög,Fjölskyldan — Jón Lárus @ 00:23

Fífa er að fara til Slóveníu í júni með kórnum sínum. Í kvöld var fundur um ferðatilhögun og fleira þess háttar. Þarna komu alls konar fyrirspurnir. Meðal annars var einhver sem spurði hvenær sólin kæmi upp í Slóveníu á þessum árstíma. Jónsi kórstjóri svaraði að það væri líklega milli klukkan 5 og 6. Þá heyrðist í einum kórfélaganum: Um morguninn?

Stofnaðu ókeypis vef eða blogg á WordPress.com.