Strč prst skrz krk

2007-05-29

Finnur

Filed under: Fjölskyldan,Hjólreiðar — Jón Lárus @ 21:50

er búinn að vera að læra að hjóla um helgina. Við byrjuðum reyndar um páskana. Fórum þá held ég tvisvar eða þrisvar út með hann. Það gekk nú frekar brösuglega hjá honum. Við tókum svo aftur upp þráðinn nú um helgina. Þá gekk miklu betur hjá honum. Hann er nú farinn að geta hjólað talsverðan spotta sjálfur en á enn í smá erfiðleikum með að komast af stað hjálparlaust og svo er jafnvægið ekki upp á marga fiska ennþá. Þetta ætti nú samt að vera fljótt að koma hjá honum úr þessu. Sérstaklega vegna þess að besti vinur hans hjólar nú þegar út um allar trissur og Finnur er mjög spenntur fyrir þessu.

4 athugasemdir »

 1. […] Published maí 29th, 2007 hjólreiðar , fjölskyldan er að læra að hjóla. Það gengur svona og svona. Skil það reyndar ekki, þar sem hann er með ágætis balans […]

  Bakvísun af herra ormur « tölvuóða tónskáldið — 2007-05-29 @ 22:00 | Svara

 2. Sumir læra seinna en aðrir – mín lítla dama sleppti hjálpardekkjunum fyrst núna í vor, rétt eftir níu ára afmælið. En þegar hún loksins var tilbúin lærði hún þetta á korteri og er nú hálfum mánuði síðar ekkert slakari á hjóli en vinkonur hennar sem byrjuðu miklu fyrr…

  Athugasemd af Harpa J — 2007-05-30 @ 14:14 | Svara

 3. Fífa ætlaði aldrei að geta sleppt hjálpardekkjunum, þannig að hvorugt hinna hefur fengið hjálpardekk á hjólin sín. Reyndar ekki Finni að kenna, hann bara hefur ekki fengið hjól sem passar honum fyrr en núna 🙂

  Athugasemd af hildigunnur — 2007-05-30 @ 19:00 | Svara

 4. Já, ég hef engar áhyggjur af Finni. Besti vinur hans er alltaf að draga hann út með hjólið eftir að sá frétti að Finnur væri að læra að hjóla. Verður örugglega orðinn eldklár eftir smátíma. Bara að þeir haldi sig á gangstéttinni þá. Eru engan veginn tilbúnir að fara út á götu.

  Athugasemd af Jón Lárus — 2007-05-30 @ 22:39 | Svara


RSS feed for comments on this post. TrackBack URI

Færðu inn athugasemd

Skráðu umbeðnar upplýsingar að neðan eða smelltu á smámynd til að skrá þig inn:

WordPress.com Logo

You are commenting using your WordPress.com account. Log Out /  Breyta )

Twitter picture

You are commenting using your Twitter account. Log Out /  Breyta )

Facebook photo

You are commenting using your Facebook account. Log Out /  Breyta )

Tengist við %s

Bloggaðu hjá WordPress.com.

%d bloggurum líkar þetta: