á börum og veitingastöðum nálgast. Ég varð var við það núna rétt áðan þegar ég kom heim úr vinnunni. Ók Njálsgötuna, ekkert stæði. Bjarnarstíginn, ekkert stæði. Skólavörðustíg, Njálsgötu, Frakkastíg, Grettisgötu og Njálsgötu aftur, ekkert stæði. Reyndi í örvæntingu Frakkastíg, Skólavörðustíg og Kárastíg. Sama sagan. Endaði upp við Hallgrímskirkju í tæplega korters fjarlægð heim.
Sagði við Hildigunni þegar ég kom heim að það væri eitthvað að gerast í bænum. Hvergi stæði að fá í nágrenninu. Hún fattaði það: „Það hlýtur að vera síðasti reykdagurinn á pöbbunum!“
Ástandið var samt ekki eins slæmt og það er yfirleitt á menningarnótt eða á Þorláksmessu, þegar er ekki einu sinni hægt að leggja ólöglega. Það var nú ekki þannig núna.
[…] leyfilega reykdegi á pöbbum, veitingahúsum og skemmtistöðum. Jón Lárus lenti í þvílíkum vandræðum að leggja þegar hann kom heim. Og tæpast tæmist þetta nú mikið, efast um að liðið sé […]
Bakvísun af allt brjálað í bænum « tölvuóða tónskáldið — 2007-05-31 @ 23:04 |