Strč prst skrz krk

2007-06-5

Andechs, framhald.

Filed under: Bjór — Jón Lárus @ 12:23

Fengum tvær flöskur af uppáhaldsbjórnum okkar um daginn. Nú erum við búin að smakka hann á móti tveimur afbragðs bjórum, sem fást hér nú um stundir.  Annars vegar Holsten festbock og hins vegar Chimay brune.

Gerðum þetta mjög vísindalega.  Smökkuðum fyrst saman Andechs og Holsten.  Og síðan Andechs og Chimay.  Í stuttu máli sagt.  Andechs er ennþá uppáhaldsbjórinn okkar.   Það er bara svo einfalt.  Ekki verið að kasta neinni rýrð á hina bjórana samt.  Andechs er bara svo hrikalega góður.

Við erum búin að ákveða að það líða ekki 9 ár þangað til við smökkum hann næst.  Pílagrímsferð til Münchenar á stefnuskránni.  Kannski í október.

Mont

Filed under: Skóli — Jón Lárus @ 12:22

Skólaslit í Austurbæjarskóla í dag.  Stelpurnar stóðu sig með stakri prýði.  Fífa með 9,44 í meðaleinkunn og Freyja með 9,00.  Glæsilegt hjá þeim.

Bloggaðu hjá WordPress.com.