Strč prst skrz krk

2007-06-11

Kanadakappaksturinn

Filed under: Formúla 1,Hneykslun — Jón Lárus @ 22:51

Það eru keppnir eins og þessi í gær, sem gera það að verkum að ég fylgist með formúlunni. Þvílík dramatík. Í þessari einu keppni gerðist meira heldur en í öllum keppnum ársins fram að þessu. Ekki spillti svo fyrir að mínum mönnum (McLaren) gekk vel á meðan erkifjendurnir áttu dapran dag.

Get svo ekki annað en kvartað yfir umfjölluninni hjá sjónvarpinu. Það er einfaldlega ekki nógu gott að þeir sem eru að lýsa keppninni missi af 2 augljósum atriðum. Annars vegar þegar Massa var skyndilega kominn fram úr Alonso. Tók þá að minnsta kosti hálfan hring að uppgötva það. Hitt atriðið var þegar Alonso og annar keppandi fengu 10 sekúndna refsingu, sem þurfti að taka út á viðgerðasvæðinu. Skilaboð um það komu fram á skjánum en lýsendur tóku ekki eftir því fyrr en þeir tóku út sína refsingu löngu síðar.

Ég veit vel að það er ekkert grín að vera með beina lýsingu og alveg hægt að fyrirgefa einhverjar smáyfirsjónir og mismæli en þetta gerist í nánast hverri einustu keppni að þeir missi af einhverju svona (nema kannski í Barcelona og Mónakó en í þeim kappökstrum gerðist hvort sem er ekki neitt).

Ein athugasemd »

  1. Svo er fjárans kappaksturinn að hverfa til Sýnar á næsta ári. Þokkalega pirrandi 😮

    Athugasemd af hildigunnur — 2007-06-12 @ 00:25 | Svara


RSS feed for comments on this post. TrackBack URI

Færðu inn athugasemd

Skráðu umbeðnar upplýsingar að neðan eða smelltu á smámynd til að skrá þig inn:

WordPress.com Logo

You are commenting using your WordPress.com account. Log Out /  Breyta )

Twitter picture

You are commenting using your Twitter account. Log Out /  Breyta )

Facebook photo

You are commenting using your Facebook account. Log Out /  Breyta )

Tengist við %s

Stofnaðu ókeypis vef eða blogg á WordPress.com.

%d bloggurum líkar þetta: