Strč prst skrz krk

2007-06-23

Vorum í afmælisveislu

Filed under: Afmæli,Fjölskyldan,Matur,Veðrið — Jón Lárus @ 21:17

Ragnheiðar Dóru í dag. Hún átti 7 ára afmæli. Veislan var haldin á Sunnuflötinni hjá móðurömmunni og afanum. Að sjálfsögðu voru snilldarveitingar á borðum. Hallveig og Jón búin að koma á hefð að bjóða upp á alls konar eðalosta í afmælisveislunni. Ekki spillti síðan fyrir að í dag var besta veður sumarsins fram að þessu. Setið var úti á palli og krakkarnir sulluðu í potti. Snilldardagur.

Erfitt

Filed under: Hm? — Jón Lárus @ 00:40

að vera forritari og lesa á kókflöskur þessa dagana.

Fyrirmælin: Kíktu aftan á miðann. Reyndu aftur. Kíktu aftan á miðann. Reyndu aftur. Kíktu aftan á miðann. Reyndu aftur. Kíktu aftan á miðann. Reyndu aftur. Kíktu aftan á miðann. Reyndu aftur… Mjög auðvelt að lenda í vítahring þarna.

Bloggaðu hjá WordPress.com.