Strč prst skrz krk

2007-07-7

Peter Lehmann

Filed under: Vín — Jón Lárus @ 23:41

hefur lengi verið í miklu uppáhaldi hjá okkur.  Á enn eftir að smakka vonda vínið frá honum.

Eitt af vínunum sem við höfum keypt reglulega er Wildcard shiraz.  Smökkuðum hins vegar 2005 árgang af þessu víni í gær og ég var lítt hrifinn.  Allt of kryddað fyrir minn smekk.

Ég er reyndar svolítið viðkvæmur fyrir shyraz þrúgunni.  Oft sem að mér finnst vín úr slíkri þrúgu fara yfir strikið og verða of áleitin.  Þetta vín var þannig.

Loforðið

Filed under: Ruglið,Stjórnmál — Jón Lárus @ 23:33

Var það ekki Villi borgarstjóri, sem ætlaði aldeilis að taka til hendinni og hreinsa borgina? Ég er búinn að bíða eftir því í allt sumar að eitthvað gerðist hér á Njálsgötunni. Skrapp út í dag og tók mynd af rennusteinunum hér í nágrenninu. Þeir eru að gróa upp. Skrautleg flóra m.a. njólar, fyrir utan ruslið, sem er annar handleggur.

https://i0.wp.com/farm2.static.flickr.com/1388/749819221_39cedc91b2_b.jpg

Sýrenan

Filed under: blóm,Garðurinn,Grænir fingur — Jón Lárus @ 23:19

okkar lítur bara ekki sem verst út.

Sýrena

Ég held hún hafi ekki áður verið svona flott hjá okkur áður. Fyrst eftir að við fluttum hingað þá blómstraði hún næstum ekki neitt. Hrúgur af þrífosfati höfðu hins vegar greinilega áhrif til hins betra.

Stofnaðu ókeypis vef eða blogg á WordPress.com.