Strč prst skrz krk

2007-07-11

Setningar I

Filed under: Setningar — Jón Lárus @ 23:58

Ég hef lengi haft áhuga á setningum sem eru sérkennilegar á einhvern hátt eða þá tungubrjótum af ýmsu tagi. Eins og til dæmis: Hnoðri í norðri verður að veðri þótt síðar verði (reynið bara að segja þetta hratt).

Á næstu vikum og mánuðum mega lesendur eiga von á að sjá undarlegar setningar á hinum ýmsustu málum. Það sem er merkilegt við þær getur verið ýmsilegt. Framburður, stafsetning o.s.frv. Sérstaklega þætti mér vænt um ef lesendur sem luma á einhverjum svona setningum væru til í að deila þeim með mér.

Fyrsta setningin sem ég skelli fram er um leið heitið á blogginu mínu:

Strč prst skrz krk.

Þetta er tékknesk setning og það sem mér finnst merkilegt við hana er að það eru engir sérhljóðar í henni.

Uppfærsla, framhald.

Filed under: Hneykslun,Ruglið,Undrun — Jón Lárus @ 20:17

Vá! Ég skrifaði þessa færslu í lok apríl um uppfærslu á vef vínbúðanna. Ætlaði svo að skoða vefinn hjá þeim í gær. Þá kom í ljós að maður getur ekki enn séð vörulistann hjá þeim. Eftir tvo og hálfan mánuð! Hverslags framkvæmdir eru þetta?! Ég bara á ekki orð.

Bloggaðu hjá WordPress.com.