Ég hef lengi haft áhuga á setningum sem eru sérkennilegar á einhvern hátt eða þá tungubrjótum af ýmsu tagi. Eins og til dæmis: Hnoðri í norðri verður að veðri þótt síðar verði (reynið bara að segja þetta hratt).
Á næstu vikum og mánuðum mega lesendur eiga von á að sjá undarlegar setningar á hinum ýmsustu málum. Það sem er merkilegt við þær getur verið ýmsilegt. Framburður, stafsetning o.s.frv. Sérstaklega þætti mér vænt um ef lesendur sem luma á einhverjum svona setningum væru til í að deila þeim með mér.
Fyrsta setningin sem ég skelli fram er um leið heitið á blogginu mínu:
Strč prst skrz krk.
Þetta er tékknesk setning og það sem mér finnst merkilegt við hana er að það eru engir sérhljóðar í henni.
Ein góð úr Drop the Dead Donkey: „Minorca, porka, orca bonker“.
Gettu um hvað/hvern verið er að tala……
Athugasemd af Sigvaldi Thordarson — 2007-07-12 @ 22:01 |
Hef ekki hugmynd. Þekki ekki DtDD. Setningin góð samt.
Athugasemd af Jón Lárus — 2007-07-12 @ 23:33 |
Extremely fat chick (porka)
on holiday in Spain (Minorca)
who had sex (bonker)
with a killer whale (orca).
Athugasemd af Sigvaldi Thordarson — 2007-07-13 @ 09:59 |
Segir sig sjálft eiginlega…..
Dásamlegir þættir reyndar.
Hrein snilld!
Athugasemd af Imba — 2007-07-13 @ 09:59 |
Hér er setning sem ég hef OFT verið beðin að fara með hratt (segir töluvert um company kept) en finnst erfið:
Frank Zappa í svampfrakka.
Mjög erfitt 😦
Athugasemd af Imba — 2007-07-14 @ 21:59 |