Strč prst skrz krk

2007-08-7

Le Marche

Filed under: Ferðalög,Fjölskyldan,Hlaup — Jón Lárus @ 23:52

Eftir 5 daga í Róm var stefnan tekin til Le Marche þar sem sem stórfjölskyldan ætlaði að dvelja í sveitasetri í eina viku. Tekin var ákvörðun um að aka sem allra stystu leið yfir Appennínaskagann. Eftir u.þ.b. 5 tíma ferðalag komumst við loks á áfangastað, rétt hjá þorpinu Montefalcone Appennino.

Þorpið uppi á kletti

Síðustu 40 kílómetrarnir eða svo á afskaplega þröngum og hlykkjóttum vegum. Þar á leiðinni sáum við fyrsta af mörgum skógareldum, sem komu upp reglulega þarna í nágrenninu.

Húsið var síðan ekkert smá flott. 8 stór og glæsileg herbergi og a.m.k. tvö smærri þannig að hópurinn komst auðveldlega fyrir. Sér sundlaug og tennisvöllur.

Sundlaugin

Sundlaugin átti eftir að koma sér vel. Hitinn þarna var síst minni en í Róm þótt rakastigið væri líklega öllu lægra. Krakkarnir nánast bjuggu ofan í lauginni og okkur fullorðna fólkinu þótti heldur alls ekki slæmt að hoppa út í til að kæla okkur.

Eina sem hægt var að setja út á var að engin loftkæling var í húsinu. Við sváfum því við galopna glugga til að reyna að fá einhvern andvara í gegnum herbergin. Það var allt í lagi því þarna voru nánast engar moskítóflugur. Eftir að hafa verið nánast sem nálapúði eftir Róm þá bættust ekki nema 2 eða 3 stungur við í Le Marche.

Við Jón Heiðar ákváðum að reyna að skokka þarna um nágrennið. Það kom nú í ljós að aðstæður voru skokkurum frekar óhagstæðar. Dalbotninn var í ca. 300 m hæð og þorpið fyrir ofan í rétt tæplega 900 m hæð. Og húsið okkar svona u.þ.b. fyrir miðju eða í um 600 m hæð. Við reyndum fyrst að skokka upp eftir. Það var erfitt. 35 stiga hiti og 2 km stanslaust upp í móti. Við kláruðum 5 km og vorum gjörsamlega búnir. Ákváðum síðan eftir að hafa skokkað upp eftir tvisvar að skokka niður í dalinn. Tókum 6 kílómetra. 2,5 kílómetrar stanslaust niður í móti. Mesti halli yfir 20% og 36 gráðu hiti. Held svei mér þá að þetta séu erfiðustu aðstæður sem ég hef skokkað í á æfinni. Hafi maður verið búinn eftir fyrstu tvö skiptin þá var maður algerlega kláraður þarna. Þetta er ekki svæði sem er hentugt fyrir skokkara.

Ein athugasemd »

  1. […] í hús. Jón Lárus tók skokktúr dauðans (alveg upp í 20% halla, hann segir sjálfur frá hérna). Veiddist næststærsta vespan sem við sáum í ferðinni (já, við sáum eina stærri – OG […]

    Bakvísun af Decimo giorno « tölvuóða tónskáldið — 2007-08-9 @ 10:53 | Svara


RSS feed for comments on this post. TrackBack URI

Færðu inn athugasemd

Skráðu umbeðnar upplýsingar að neðan eða smelltu á smámynd til að skrá þig inn:

WordPress.com Logo

You are commenting using your WordPress.com account. Log Out /  Breyta )

Facebook photo

You are commenting using your Facebook account. Log Out /  Breyta )

Tengist við %s

Stofnaðu ókeypis vef eða blogg á WordPress.com.

%d bloggurum líkar þetta: