Strč prst skrz krk

2007-08-11

Var

Filed under: Þríþraut — Jón Lárus @ 18:20

svo að taka ákvörðun í morgun. Mig hefur lengi dreymt um að hlaupa maraþon í þriðja og síðasta skipti. Það átti þá að vera eitthvað stórt. Boston, New York, London eða eitthvað álíka. Ekki San Francisco samt.

Ákvað hins vegar í morgun að hætta við þá áætlun. Í staðinn er stefnan tekin á að taka þátt í þríþrautarkeppni. Ólympískri vegalengd. Það er að segja 1500 m sund, 40 km hjólreiðar og 10 km hlaup. Veit samt ekki ennþá hvar. Er samt þegar búinn að setja mér tímamarkmið.

Frí

Filed under: Frí,Húsið — Jón Lárus @ 17:42

Kominn aftur í frí. Tveggja vikna. Þvílíkt góð tilfinning. Að þessu sinni verður þó ekki farið neitt, nema kannski í einhverja bíltúra. Stefnan sett á að dytta aðeins að húsinu.

Bloggaðu hjá WordPress.com.