Prófaði síðan í gær að taka hjól og hlaup, sem var tæpur helmingur af ólympíuvegalengdinni. Nánar tiltekið 18,2 km á hjóli og 4,4 km hlaup. Tímarnir voru nú ekki ógnvænlegir. 43:05 mínútur með hjólavegalengdina og 20 mínútur að hlaupa þetta. Plús svo 1 mínúta í að ganga frá hjólinu og koma sér af stað að hlaupa. Samtals 1:04:00. Þetta eru tímar sem verða mölvaðir rækilega.
Kemur í ljós að ég verð að útvega mér götuhjól ef ég ætla að keppa í þríþraut. Hef hjólað þessa sömu leið á götuhjóli á 36 mínútum. Svo er náttúrlega alltaf skrítið að byrja að hlaupa eftir að hafa hjólað. Tók mig 6 til 7 mínútur að ná upp almennilegum hlaupatakti.