Strč prst skrz krk

2007-08-17

Selatangar

Filed under: Ferðalög,Frí — Jón Lárus @ 21:18

Fórum, öll fjölskyldan, í sunnudagsbíltúr í dag. Ókum sem leið lá fram hjá Kleifarvatni. Stoppuðum þar smá stund til að tína ber. Héldum síðan áfram til Selatanga. Horfðum á öldur og brim dágóða stund. Öldur eru eins og eldur. Hægt að horfa endalaust á þær.

Öldur við Selatanga

Þegar við gátum slitið okkur frá Selatanga lá leiðin til Selfoss eftir Suðurstrandarvegi til að kaupa málningu, sem fékkst hvergi annars staðar á landinu. Og ís. Eftir ísinn var síðan ekið í bæinn. Snilldar bíltúr.

Sicko

Filed under: Myndir — Jón Lárus @ 21:08

Sáum Sicko, nýjustu mynd Michael Moore fyrir nokkrum dögum. Ekkert smá góð mynd. Skylduáhorf, ekki spurning!

Maður fyllist óhugnaði yfir hvað heilbrigðiskerfið í BNA er hrikalega lélegt. Ekki einu sinni alltaf nóg að vera með sjúkratryggingu. Fólk getur misst trygginguna ef það er of oft veikt eða ef tryggingarfyrirtækið ákveður að sjúkdómurinn hafi verið kominn til áður en tryggingin var tekin. Og vesalings þeir, sem eru ekki tryggðir ef þeir verða veikir. Maður getur ekki nógsamlega þakkað fyrir að búa í landi þar sem heilbrigðiskerfið virkar svona að mestu leyti, þó það sé náttúrlega alltaf hægt að bæta kerfið.

Bloggaðu hjá WordPress.com.