Strč prst skrz krk

2007-08-17

Selatangar

Filed under: Ferðalög,Frí — Jón Lárus @ 21:18

Fórum, öll fjölskyldan, í sunnudagsbíltúr í dag. Ókum sem leið lá fram hjá Kleifarvatni. Stoppuðum þar smá stund til að tína ber. Héldum síðan áfram til Selatanga. Horfðum á öldur og brim dágóða stund. Öldur eru eins og eldur. Hægt að horfa endalaust á þær.

Öldur við Selatanga

Þegar við gátum slitið okkur frá Selatanga lá leiðin til Selfoss eftir Suðurstrandarvegi til að kaupa málningu, sem fékkst hvergi annars staðar á landinu. Og ís. Eftir ísinn var síðan ekið í bæinn. Snilldar bíltúr.

6 athugasemdir »

 1. Það er svo yndislegt á Selatöngum og hæfilega fáir á ferli þar. Kannski best að vera ekkert að hafa hátt um þennan stað…sko, allir, það er ekkert varið í Selatanga.

  Athugasemd af Eyja — 2007-08-17 @ 23:05 | Svara

 2. Sammála, flottur staður. Hildigunnur hefur talað um Selatanga árum saman en við höfum aldrei drattast þangað fyrr en núna.

  Athugasemd af Jón Lárus — 2007-08-18 @ 23:44 | Svara

 3. Við náðum að horfa bæði á öldur og eld þarna á föstudaginn, öldur um daginn og kveiktum svo upp í útiarninum um kvöldið. Tóm snilld.

  Og á Selatanga verður farið aftur fljótlega, þegar er stórstreymt. Hef alveg séð flottara brim þar, þó þetta hafi verið æði.

  Athugasemd af hildigunnur — 2007-08-19 @ 01:05 | Svara

 4. Ókei, hvaða málningu?
  Jökullakkið góða ?..og eflaust eitraða líka.

  Athugasemd af Ásgerður — 2007-08-22 @ 12:38 | Svara

 5. Nei, nei ekki jökullakk. En samt örugglega nógu eitrað. Framleiðslu hætt á þessum tiltekna lit. Fengust nokkrir brúsar á Selfossi.

  Athugasemd af Jón Lárus — 2007-08-23 @ 23:08 | Svara

 6. […] eftir þá var einhver sem lenti inn á Selatangafærslunni minni. Mætti halda að á síðunni minni væri aragrúi af […]

  Bakvísun af images.google.it « Strč prst skrz krk — 2007-12-13 @ 21:00 | Svara


RSS feed for comments on this post. TrackBack URI

Færðu inn athugasemd

Skráðu umbeðnar upplýsingar að neðan eða smelltu á smámynd til að skrá þig inn:

WordPress.com Logo

You are commenting using your WordPress.com account. Log Out /  Breyta )

Facebook photo

You are commenting using your Facebook account. Log Out /  Breyta )

Tengist við %s

Stofnaðu ókeypis vef eða blogg á WordPress.com.

%d bloggurum líkar þetta: