Sáum Sicko, nýjustu mynd Michael Moore fyrir nokkrum dögum. Ekkert smá góð mynd. Skylduáhorf, ekki spurning!
Maður fyllist óhugnaði yfir hvað heilbrigðiskerfið í BNA er hrikalega lélegt. Ekki einu sinni alltaf nóg að vera með sjúkratryggingu. Fólk getur misst trygginguna ef það er of oft veikt eða ef tryggingarfyrirtækið ákveður að sjúkdómurinn hafi verið kominn til áður en tryggingin var tekin. Og vesalings þeir, sem eru ekki tryggðir ef þeir verða veikir. Maður getur ekki nógsamlega þakkað fyrir að búa í landi þar sem heilbrigðiskerfið virkar svona að mestu leyti, þó það sé náttúrlega alltaf hægt að bæta kerfið.
Færðu inn athugasemd