Ég er alveg ægilega lélegur í að taka svona fyrir og eftir myndir af framkvæmdum. Ætla alltaf að taka myndaseríu þegar ég ræðst í einhver verkefni en svo gleymist það næstum því alltaf. Núna síðast þegar ég var að taka eldhúsinnréttinguna í gegn. Var alveg þvílíkt búinn að hugsa mér að taka seríu. Svo tók framkvæmdahugurinn völdin og það steingleymdist.
2007-08-23
Færðu inn athugasemd »
Engar athugasemdir ennþá.
Færðu inn athugasemd