að við skyldum drífa okkur í að tína sveppi og ber um helgina og á mánudagskvöldið því að það er búin að vera rigning síðan og sér ekki fyrir endann á henni. Vorum ekki búin að tína neitt af sveppum sjálf fyrr en núna (en vorum að vísu búin að fá lerkisveppasendingu að austan). Það hefði verið algert ómark ef við hefðum ekki náð að komast neitt í sveppamó sjálf. Fórum á sunnudag í berjamó og fundum talsvert af berjum bæði krækiberjum og bláberjum. Annars má sjá meira um berjatínslu og sultun hjá Hildigunni.
2007-08-29
Lítur ekki
vel út með Esjugöngu um helgina. Ég og stelpurnar vorum að spá í að skella okkur ef veður væri gott. Síðan er bara spáð rigningu eins langt og spár ná. Sjáum þá bara til um þar næstu helgi ef veðrið verður ekki spennandi um þessa.