byrjuðum á stærðfræðiprógrammi í kvöld. Hugmyndin er að taka smá tíma einu sinni í viku og reyna að gera eitthvað skemmtilegt og við hans hæfi. Bjó til 60 margföldunardæmi og leyfði honum að spreyta sig. Tekinn tími á skeiðklukku á hver 5 dæmi og Freyja myndskreytti stjörnugjöf eftir tíma og frammistöðu. Flottast var stórt brimbretta R (surfer R kallaði Finnur það). Honum fannst þetta mjög skemmtilegt og rúllaði upp þessum 60 dæmum á innan við hálftíma.
2007-09-5
2 athugasemdir »
RSS feed for comments on this post. TrackBack URI
já, það gengur ekki að þetta verði eins og í fyrra, drengnum fór heilmikið aftur í stærðfræði þegar hann byrjaði í skólanum. Fáránlegt.
Athugasemd af hildigunnur — 2007-09-5 @ 23:02 |
Reynum að láta það ekki koma fyrir í vetur.
Athugasemd af Jón Lárus — 2007-09-6 @ 21:37 |