Strč prst skrz krk

2007-09-13

Grrr

Filed under: Formúla 1 — Jón Lárus @ 21:08

Mínir menn aldeilis teknir í bakaríið af FIA vegna njósnamálsins svokallaða. Í stuttu máli snýst málið um það að starfsmaður Ferrari lét starfsmann McLaren hafa tæknileg skjöl í talsverðu magni. Það er óumdeilt. Hins vegar er erfiðara að segja til um hvort að einhver annar innan liðsins hafi vitað af skjölunum eða þá að þau hafi verið notuð (það er raunar frekar ótrúlegt, því þegar upplýsingunum var lekið þá var löngu búið að hanna bílinn).

FIA menn telja sig greinilega hafa sannað að McLaren hafi nýtt sér þessar upplýsingar og láta sleggjuna falla. Búið að gefa upp hver refsingin á að vera (McLaren missir öll stig í keppni bílasmiða á þessu ári + 100 milljón $ sekt og síðan er einhver óútfylltur víxill á næsta ári ef þeir hegða sér ekki vel). Væntanlega getur McLaren áfrýjað en hvort það er til einhvers er annað mál.

Mér finnst megn skítalykt af þessu máli. Spurning hvort FIA er að nota aðstöðuna til að refsa McLaren fyrir að hafa reynt ásamt fleiri liðum að stofna aðra kappaksturskeppni um árið. Þeir sem hafa áhuga geta kíkt á þennan hlekk, þar sem velt er upp nokkrum spurningum, sem forvitnilegt væri að fá svör við.

Headhunting

Filed under: Vinnan — Jón Lárus @ 20:43

Það var haft samband við mig frá ónefndu fyrirtæki hér í bæ í síðustu viku og mér boðin vinna. Reyndar hefur verið haft samband við mig þrisvar sinnum á innan við ári og mér boðin vinna. Fyrri tveimur tilboðunum hafnaði ég. En þetta kitlaði svolítið þannig að ég fór og kíkti á aðstæður.

Fékk líka tilboð frá núverandi vinnuveitanda eftir að ég sagðist vera að skoða atvinnutilboð. Er síðan búinn að vera að vega og meta hlutina. Tók síðan þá ákvörðun í gær að vera um kyrrt. Líst bara betur á hlutina þar sem ég er.

Get samt ekki neitað því að það er gott fyrir egóið að verða fyrir hausaveiðurum.

Stofnaðu ókeypis vef eða blogg á WordPress.com.