Það var haft samband við mig frá ónefndu fyrirtæki hér í bæ í síðustu viku og mér boðin vinna. Reyndar hefur verið haft samband við mig þrisvar sinnum á innan við ári og mér boðin vinna. Fyrri tveimur tilboðunum hafnaði ég. En þetta kitlaði svolítið þannig að ég fór og kíkti á aðstæður.
Fékk líka tilboð frá núverandi vinnuveitanda eftir að ég sagðist vera að skoða atvinnutilboð. Er síðan búinn að vera að vega og meta hlutina. Tók síðan þá ákvörðun í gær að vera um kyrrt. Líst bara betur á hlutina þar sem ég er.
Get samt ekki neitað því að það er gott fyrir egóið að verða fyrir hausaveiðurum.
[…] Published september 14th, 2007 fjölskyldan lesið bóndann í […]
Bakvísun af headhunting mistókst « tölvuóða tónskáldið — 2007-09-14 @ 09:47 |
Svalt!
Athugasemd af Harpa J — 2007-09-14 @ 13:20 |
Til hamingju.
Athugasemd af Kristín — 2007-09-14 @ 14:07 |
ég var einmitt nappaður um daginn.. vóg og mat aðstæður og báða staði vel og vandlega, enda báðir frábærir og fínt að vinna á þeim stað sem ég vinn hjá nú þegar.. en ég byrja á nýja staðnum um næstu mánaðarmót.
Athugasemd af eddi — 2007-09-14 @ 15:21 |
Harpa og Kristín: Takk, takk. Ég er mjög sáttur við þessa ákvörðun mína 🙂
Eddi: Hvert ertu farinn? Veit hvar þú varst en ekki hvert þú ferð.
Athugasemd af Jón Lárus — 2007-09-14 @ 21:27 |
haha, ég veit. Skal segja þér, en best að vera ekkert að segja frá því opið á netinu…
Athugasemd af hildigunnur — 2007-09-14 @ 21:56 |