Ákvað í vor að endurnýja st. pálíuna, sem ég er með. Þetta á ekki að vera neitt mál. Bara skera hraustlegt blað af jurtinni og stinga í mold. Passa síðan að ofþorni ekki. Þá eiga að stinga upp kollinum nýir sprotar eftir fáeinar vikur. Ég gerði þetta í vor einhvern tímann.
Bjóst við að eitthvað færi að gerast í júní en óekkí. Hélt að þetta hefði bara klúðrast hjá mér þegar ekkert var farið að gerast í júlí og ágúst. Svo var það núna í byrjun september að fór að sjást í ný blöð. Nokkrar vikurnar voru semsagt 16-18!
pálan þín hlýtur bara að vera soldið seinþroska, ekki verri fyrir það;)
Athugasemd af baun — 2007-09-18 @ 09:20 |
Hehe hún tekur kannski eftir eigandanum 😉
Athugasemd af Jón Lárus — 2007-09-19 @ 22:51 |