Strč prst skrz krk

2007-09-29

Á ekki orð

Filed under: Hneykslun — Jón Lárus @ 21:37

yfir fréttirnar af dónaskap fólks við afgreiðslufólk í IKEA og fleiri búðum, sem hafa birst undanfarna daga. Hvernig stendur á því að fólk helli sér yfir fatlað afgreiðslufólk eða af erlendu bergi brotnu þó það tali ekki íslensku. Ég skil þetta bara ekki. Það hlýtur að vera verulega mikið að hjá þessu fólki. Það kostar ekki mikið að vera kurteis.

6 athugasemdir »

 1. Maður á að vera kurteis við fólk. Einfalt – en flækist merkilega mikið fyrir ótrúlega mörgum.

  Athugasemd af Harpa J — 2007-09-29 @ 22:14 | Svara

 2. Oh, alveg get ég ímyndað mér sögurnar þó sem betur fer hafi ég ekki heyrt þær. Hvað er það í heilastöðvum fólks sem gefur því ástæðu til að ætla að það sé sjálfsagt mál að vera dónalegur við sér minni máttar. Mér finnst stundum sumir vera búnir að snúa öllu á hvolf.

  Athugasemd af Kristín — 2007-09-30 @ 07:41 | Svara

 3. Fylgir ekki sögunni (a.m.k. þeirri sem ég las af þessari heyrnarlausu sem vinnur í IKEA) að fólkið biðjist stundum afsökunar þegar hún segist vera heyrnarskert? Sem sagt, það ætlar sér ekkert endilega að vera dónalegt við fatlað afgreiðslufólk heldur ætlar það „bara“ að vera dónalegt við afgreiðslufólk.

  Ég held að ákveðið hlutfall fólks líti á allt afgreiðslufólk sem einhverjar skynlausar skepnur sem sjálfsagt sé að nota til að fá útrás á. Þessi tvö sumur sem ég vann við afgreiðslu í verslun (fyrir 17-18 árum) hitti ég stundum svoleiðis fólk. Eins sumarið sem ég vann við að svara í símann hjá Hagstofunni…fólk sem var pirrað út í stofnunina af einhverjum ástæðum virtist líta svo á að ég væri einhvers konar Hagstofuvél sem sjálfsagt væri að hella sér yfir.

  Auðvitað á fólk að vera kurteist, jafnt við fatlaða sem ófatlaða. Ég held að íslenska þjóðin þurfi á meiri háttar endurhæfingu að halda í þeim efnum.

  Athugasemd af Eyja — 2007-09-30 @ 09:43 | Svara

 4. Algerlega. Alveg burtséð frá því hvað maður sjálfur fer í betra skap af því 🙂

  Athugasemd af hildigunnur — 2007-09-30 @ 15:59 | Svara

 5. Vona svo sannarlega að þessi umfjöllun veki einhverja til umhugsunar. Svona lagað fer nefnilega hræðilega í taugarnar á mér.

  Athugasemd af Jón Lárus — 2007-10-1 @ 22:32 | Svara

 6. Úff hvað ég þurfti stundum að heyra þegar ég vann á Símanum! Leið stundum eins og ég væri andlegur boxpúði stofnunarinnar.

  Athugasemd af Kristín — 2007-10-4 @ 06:25 | Svara


RSS feed for comments on this post. TrackBack URI

Færðu inn athugasemd

Skráðu umbeðnar upplýsingar að neðan eða smelltu á smámynd til að skrá þig inn:

WordPress.com Logo

You are commenting using your WordPress.com account. Log Out /  Breyta )

Facebook photo

You are commenting using your Facebook account. Log Out /  Breyta )

Tengist við %s

Stofnaðu ókeypis vef eða blogg á WordPress.com.

%d bloggurum líkar þetta: